Æði-stjarnan og á­hrifa­valdurinn Brynjar Steinn Gylfa­son, iðu­lega kallaður Binni Glee, er staddur á Tenerife um þessar mundir á­samt kollegum sínum úr Æði, þeim Bassa Mara­j, Pat­reki Jaime og leik­stjóra þáttanna Jóhanni Kristófer Stefáns­syni.

Binni segist vera einkar hrif­inn af eyj­unni fögru og í beinni út­­send­ingu á Insta­gram í gær kvaðst hann vera í sjokki yfir því að klukk­an væri það sama á Tenerife og á Ís­landi.

„Ég er líka al­veg í sjokki, skil­urðu, klukk­an er það sama og Ís­landi. Er það ekki al­veg skrítið? Ég er næst­um því al­veg hjá Af­r­íku en samt er klukk­an það sama og á Ís­landi,“ sagði Binni í mynd­bandinu sem sjá má á Insta­gram síðu hans. Að sögn Mbl.is, sem greindi frá at­vikinu, þarf Binni þó ekki að vera mikið lengur í sjokki því klukk­unni verður breytt að­fara­nótt næsta sunnu­­dags­ og verður þá Tenerife einni klukku­­stund á und­an Ís­landi.

Binni flaug út til Tenerife á­samt Æði strákunum góð­kunnu og fram­leiðslu­teymi þáttanna og búist er við því að tökur séu fram undan á næstu seríu Æði. Hóp­ur­inn dvel­ur á fjöl­skyldu­væna í­búðar­hót­elinu Hovima La Pinta Beachfront í Adeje. Binni, Bassi Mara­j og Pat­rek­ur Jamie deila íbúð á hót­el­inu og greindi Binni frá því að þeir Pat­rek­ur deildu her­bergi á meðan Bassi var einn í her­bergi.

Binni sagði hótelið vera „beachy-vibe hótel“ en lýsti reyndar strönd­inni sem „low-key“ Naut­hóls­­vík.