Nú hefur aðventuaskjan frá Omnom litið dagsins ljós sem slegist var um í fyrra enda seldist hún upp á mettíma. Aðventuaskjan sam­an­stend­ur af fjór­um boxum sem hvert um sig inni­held­ur eina gerð sæt­inda frá Omnom og býður upp ævintýraferðalag fyrir bragðlaukana.

Þema aðventuöskjunar er sveipað íslenskri náttúru og dulúð og kemur okkur í ævintýraheim vetursins. Þar sem íslenski veturinn einkennist af snævi þöktu, ísköldu vetrar húminu og endalausu myrkri. En þegar aðventa gengur í garð lýsir hún upp myrkrið og hjörtu okkar allra fyllast af tilhlökkun og kærleika. Þessi einstaki tími í aðdraganda jóla er okkur sérstakur og tendrun kerta aðventunnar skipar kæran sess í hjörtum okkar og þá er ljúft að fagna aðventunni með sælkeramola sem gleður súkkulaði hjartað.

„Við bjóðum ykkur að njóta aðventunnar með okkur, með einstöku handgerðu aðventunammi að hætti Omnom. Í aðventuöskjunni má finna fjóra glugga stútfulla af girnilegu handgerðu aðventunammi sem opna á í aðdraganda jólanna.“segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom sem fátt skemmtilegra en að nostra við súkkulaðigersemar í jólaundirbúningnum.

FBL Omnom 2advent-open-product.jpg

Í aðventuöskjunni má m.a. finna:

Ristaðar möndlur hjúpaðar í Madagascar 66% súkkulaði ásamt þurrkuðum hindberjum

Mokkasúkkulaðirúsínur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði

Saltaðar möndlur hjúpaðar með girnilegu Sea salted Toffee

Milk of Nicaragua-húðaðar heslihnetur

Öskjurn­ar eru ein­ung­is fá­an­leg­ar í tak­mörkuðu upp­lagi og er hægt að tryggja sér ein­tak í vef­versl­un Omnom. Nú hver að verða síðastur því þessar seljast eins og heitar lummur.

FBL Advent_Confectionary.jpg

FBL Omnom Advent02.jpg

Fallegar aðventuöskjurnar eru vetrarlegar og fallegar fyrir augað./Ljósmyndir aðsendar