Það er ekki hægt að segja annað en að Omnom súkkulaðigerðin kunni svo sannarlega að gleðja súkkulaði- og jólaunnendur og kitla bragðlaukana með frumlegum og freistandi árstíðabundnum nýjungum sem njóta mikilla vinsælda og það er ekkert lát á því.

Nú hefur aðventuaskjan frá Omnom litið dagsins ljós sem slegist var um í fyrra líkt og endranær enda selst hún upp ávallt upp á mettíma. Omnom býður upp á fjórar ólíkar bragðupplifanir fyrir hvern sunnudag á aðventunni. Handgert gæðasúkkulaði góðgæti og býður upp ævintýraferðalag fyrir bragðlaukana.

Aðventuaskjan í ár er svört með fallegri gyllingu og er fullkomin viðbót við Winter Collection línuna sem söfnunargripur.

Omnomaskjan 2.jpg

Hver og ein bragðupplifun kemur í glæsilegri og vandaðri tindós sem nýtur sín vel sem skraut á jólatrénu eða á fallegri aðventugrein. Advent Sundays er munaður fyrir bragðlaukana.

Í Advent Sundays gjafaöskjunni má finna:

Ristaðar möndlur hjúpaðar með dökku súkkulaði og þurrkuðum hindberjum.

Mokkasúkkulaði rúsínur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði.

Saltaðar möndlur hjúpaðar með karamellusúkkulaði.

Mjólkursúkkulaði húðaðar heslihnetur.

Aðventuaskja Omnom er til í mjög takmörkuðu upplagi.

Omnomaskjan 3.jpg