Twitter notandinn Green Chyna setti upp ansi skemmti­legan leik á sam­fé­lags­miðlinum Twitter, þar sem not­endum gefst kostur á að prófa að vera að­stoðar­manneskja söng­konunnar Beyoncé.

Er mark­mið leiksins sem fer al­gjör­lega fram á Twitter, að taka á­kvarðanir sem Gren Chyna í­myndar sér að gætu komið upp ef maður væri að vinna við að að­stoða Beyoncé. Geta not­endur þannig séð hvað þeir myndu endast lengi sem að­stoðar­manneskja söng­konunnar ef þeir myndu fá starfið í heilan dag.

Entist undir­ritaður raunar ekki lengur en fram að morgun­kaffi en á­kvarðanirnar skipta lykil­máli í þessum leik, sem finna má hér að neðan.