Líkt og ekki hefur farið fram hjá neinum er stór­söng­konan Adele snúin aftur en hún gaf út sitt fyrsta lag síðan árið 2016 á fimmtu­daginn, „Easy on Me“. Það er fyrsta smá­skífan af væntan­legri plötu hennar „30“.

Innan við dag frá út­gáfu lagsins á tón­listar­streymis­veitunni Spoti­fy hafði Adele slegið met yfir flest streymi á heims­vísu á einum degi. Frá þessu greinir Spoti­fy á Twitter.

Adele sló með þessu fyrra met kóresku stráka­sveitarinnar BTS en þann 23. maí gáfu þeir út lagið „Butter“ og var það spilað um 21 milljón sinnum á sólar­hring. Spoti­fy hefur þó ekki gefið út tölur yfir fjölda streyma á laginu hennar Adele.

Hún til­kynnti fyrr í mánuðinum að hún hygðist gefa út nýja tón­list og er ó­hætt að segja að að­dá­endur hafi tekið þeim fregnum fegins hendi enda biðin orðin löng eftir nýju efni frá ensku söng­konunni.