Breska söng­konan Adele segist ekki eiga efni á því að kaupa sér hús í London. Hún fjár­festi ný­lega í kaupum á þremur húsum í Los Angeles og finnst það miklu ódýrara.

Virði eignanna þriggja er um 30 milljónir Banda­ríkja­dala og þær eru um 1672 fermetrar að stærð. Adele sagði í við­tali við breska tíma­ritið Vogu­e að hún hefði aldrei haft efni sam­bæri­legri eign í London.

Hennar helstu óskir voru að vera nálægt fersku lofti og getað séð beran himinn, því þegar hún bjó í London hafi hún eytt mestum tíma í bíl eða inni fyrir. Árið 2016 keypti söngkonan sína fyrstu eign í Be­ver­ly Hills fyrir 9,5 milljónir Bandaríkjadali og þremur árum síðar keypti hún annað hús fyrir 10,65 milljónir Banadríkjadollara.

Nú í maí mánuði keypti hún sína þriðju eign á 10 milljónir dali af vin­konu sinni Nico­le Richie. Sambærileg eign í London er þakíbúð sem er skráð fyrir 247 milljónir Banda­ríkja­dala. Þess má geta að ný smáskífa Easy on Me væntanleg næstkomandi föstudag frá söngkonunni eftir sex ár pásu.