Söng­konan Adele virðist vera komin yfir skilnað sinn við Simon Konecki en sam­kvæmt frétt Daily Mail eru hún og breski rapparinn Skepta byrjuð að hittast.

Sam­kvæmt heimildum miðilsins hafa Adele og Skepta orðið veru­lega náin upp á síð­kastið og vinir þeirra spá því að þau verði frá­bært par.

Adele og Skepta hafa lýst að­dáun sinni yfir hvort öðru á sam­fé­lags­miðlum í gegnum tíðina en þau koma bæði frá Totten­ham. Adele tví­taði mynd af Skepta árið 2016 sem við stóð Totten­ham strákur, eða „Totten­ham boy“, og bætti við það rauðu hjarta en Skepta endur­t­ví­taði myndinni og sagðist elska hana.

Eiga bæði far­sælan feril

Adele skildi við fyrr­verandi eigin­mann sinn í síðasta mánuði en saman eiga þau sex ára strák. Skepta varð einnig faðir í fyrra en hann hefur ekki gefið upp nafn barnsins eða móður þess. Get­gátur voru á lofti að móðir barnsins gæti verið fyrir­sætan Naomi Camp­bell, sem Skepta var í sam­bandi með á svipuðum tíma, en svo reyndist ekki vera.

Adele er ein fremsta söng­kona heims en hún er metin á 110 milljón pund, eða nærri sau­tján milljarða ís­lenskra króna. Skepta á sér einnig far­sælan feril að baki en hann er metinn á fjórar milljónir punda, eða rúm­lega sex hundruð milljónir ís­lenskra króna.