Adele neyddist til að fresta öllum sýningum sínum í Las Vegas að­eins sólar­hring fyrir opnun. Hún sagði frá þessu í til­finninga­þrungnu mynd­bandi á Insta­gram-síðu sinni.

„Mér þykir það svo leitt en sýningin mín er ekki til­búin,“ segir Adele í mynd­bandinu. Hún segir helming teymisins vera komið með Co­vid og að ó­mögu­legt sé að klára sýninguna úr þessu.

Í mynd­bandinu segist Adele hafa verið vakandi í þrjá­tíu tíma á­samt teyminu að reyna að finna lausn og bjarga sýningunni en hafi runnið út á tíma.

„Það er ó­mögu­legt að klára sýninguna,“ segir hún. „Ég get ekki gefið ykkur það sem ég er komin með og ég er miður mín.“

Adele baðst af­sökunar á því hve seint á­kvörðunin kemur og beinir af­sökunar­beiðni sér­stak­lega til þeirra sem kunna að hafa ferðast til Las Vegas nú þegar. Hún segist ætla að finna nýjar dag­setningar fyrir sýningarnar.

Mikið af að­dá­endum Adele hafa sýnt henni sam­úð og sagt henni að hún hafi tekið rétta á­kvörðun. Aðrir eru svekktir yfir því að hún hafi beðið svona lengi með að láta vita enda hafi þau þurft að eyða miklum peningum í ferða­lög.

Adele hlýtur sjálf mikið tap af en á­ætlað var að hún myndi græða um 500 þúsund pund á hverja sýningu, um 87 milljónir ís­lenskra króna. Hún hefur ekki haldið tón­leika á sviði í fimm ár.