Jón Bjarni Steins­son, upp­lýsinga­full­trúi Secret Sol­stice, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að skipu­leggj­endur hafi ekki fundið fyrir miklum von­brigðum tón­leika­gesta vegna skyndi­legra veikinda bresku tón­listar­konunnar Ritu Ora og að skipu­lagning gangi vonum framar.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá til­kynnti tón­listar­konan Rita Ora, sem var eitt stærsta númerið á há­tíðinni, að hún kæmist ekki til Ís­lands vegna sýkingar í brjóst­holi í gær. Þá til­kynntu skipu­leggj­endur að rapp­hljóm­sveitin Rae S­remmurd kæmi hennar í stað í gær, en vegna vega­bréfa­vand­ræða var banda­ríski rapparinn Pusha T fenginn þeirra í stað.

Þrátt fyrir þetta segir Jón spurður að skipu­lagningin hafi gengið vel. „Bara þokka­lega miðað við allt og allt,“ segir Jón léttur.

„Það gengur vel og þau ár sem ég hef tekið þátt í skipu­lagningu höfum við aldrei verið jafn tíman­leg í allri upp­setningu og dalurinn svo gott sem til­búinn, þannig það gengur allt eins og í sögu,“ segir Jón og segir að gott veður undan­farna daga hafi þar hjálpað mikið til.

Pusha T.
Fréttablaðið/Getty

Bjart­sýn á góða að­sókn

Spurður hvort að skipu­leggj­endur hafi fundið fyrir ó­á­nægju meðal væntan­legra tón­leika­gesta vegna skyndi­legrar af­boðunar Ritu Ora segir Jón að það hafi verið lítið um það.

„Það hefur ekki verið mikið. Við höfum í raun fengið rosa­lega já­kvæð við­brögð við Pusha T. Þannig nei nei, ég hef verið að svara tölvu­póstum og Face­book skila­boðum og það hafa kannski 5 til 10 manns spurt hvort þeir geti skilað miðanum sínum, sem áttu bara miða á föstu­daginn en annars ekki neitt,“ segir Jón.

Hann segir undan­farna daga hafa verið ansi skraut­lega. „Það að finna nýja lista­menn fjórum dögum fyrir há­tíð er auð­vitað bara bilun. Við búum svo vel að eiga of­boðs­lega góða vini hér og þar og erum mjög á­nægð að hafa náð að landa Pusha T.“

Jón segir spurður út í að­sókn á há­tíðina í ár að mesta miða­salan eigi sér alltaf stað síðustu tvo daga fyrir há­tíð. „Það er bara þannig með þessa há­tíð að miða­salan fer alltaf að mestu af stað tveimur dögum fyrir há­tíð. Við erum á svipuðum stað miðað við sama tíma í fyrra nema núna er góð veður­spá og ekki spáð grenjandi rigningu eins og í fyrra, þannig við erum bara bjart­sýn,“ segir Jón léttur í bragði.

Þá bendir hann á að í fyrsta sinn sé í boði að kaupa dag­spassa á alla daga há­tíðarinnar. „Við erum að prófa þetta núna og höfum ekki gert þetta áður og vonumst auð­vitað bara til þess að þegar stuðið byrjar í dalnum að þá muni fólk kíkja á okkur.“