Að­dá­endur eru einungis núna að skilja dulin skila­boð sem þau Harry og Meg­han höfðu á bíl sínum á brúð­kaups­daginn þann 19. maí árið 2018. Breska götu­blaðið The Sun greinir frá.

Á númera­plötu Jagúar bif­reiðar hjónanna mátti sjá númerið E190518. Að­dá­endur hafa nú þremur árum síðan áttað sig á því að það þýðir á ensku: „Esta­blis­hed 19. May 2018.“

Æstir að­dá­endur hjónanna eru yfir sig hrifnir af upp­á­tækinu. Einn skrifar: „Jó­ó­ó­ó, ég er svo skömmustu­leg. Ég var að horfa á konung­lega brúð­kaupið í tvö­hundruðasta skiptið og ég var bara að átta mig núna á númera­plötunni.“

Annar að­dáandi skrifar: „Awwwwwww! Ég vissi þetta aldrei. Takk fyrir að deila. Meg­han og Harry eru svo bein­skeytt í öllu sem þau gera.“

Fréttablaðið/Getty