Að­dá­endur söng­varanna Taylor Swift og Justin Bieber fara mikinn þessa dagana eftir net­deilur á milli söng­varanna vegna um­boðs­mannsins Scoot­er Braun. Telja ein­hverjir að Swift hafi stað­fest að Bieber hafi haldið fram­hjá fyrr­verandi kærustunni sinni, Selena Gomez, að því er fram kemur á vef bandaríska slúðurmiðilsins E News. Gomez og Bieber hættu saman í fyrra og er Bieber núna giftur Hailey Bieber og Gomez hefur verið orðuð við Justin Theroux, fyrrverandi kærasta Jennifer Aniston.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá kastaðist í kekki á milli söng­varanna eftir að Swift birti mynd af eldri Insta­gram færslu söngvarans þar sem hún gagn­rýndi hann, um­boðs­manninn Scoot­er Braun og Kanye West harð­lega. Sagði hún Braun vera ein­eltis­segg, en hann keypti á dögunum út­gáfu­fyrir­tækið Big Machine sem á réttinn að öllum hennar lögum.

Kom Bieber um­boðs­manninum til varnar í færslu á Insta­gram í fyrra­dag og spurði hann söng­konuna hverju hún hefði reynt að ná fram með um­ræddri færslu. Að­dá­endur söng­konunnar hafa brugðist illa við í dag og í gær.

Vekur sér­stak­lega ein færsla tumblr not­endans messt­hatuwa­ted á­huga slúður­miðla líkt og E News þar sem hún vitnar beint í orð Justin Bieber. „Við höfum ekki náð að tala okkar á milli um ó­sættið.“ Þú hélst fram­hjá besta vini hennar og slóst svo í lið með manninum sem beitti hana staf­rænu kyn­ferðis­of­beldi og hún átti að bjóða þér í te?!?!" skrifaði Tumblr notandinn og vísaði þar í Insta­gram færslu Bieber og tón­listar­mynd­band Kanye West, Famous.

Það sem vakti hvað mesta at­hygli var skjá­skot notandans af við­brögðum tón­listar­konunnar við færslunni, þar sem hún skrifaði „Oh hún er BRJÁLUÐ.“ Í um­fjöllun E News er full­yrt að að­dá­endur telji að með þessu sé Swift að stað­festa að Bieber hafi vissu­lega haldið fram­hjá Selenu Gomez. Parið fyrr­verandi hefur aldrei tjáð sig opin­ber­lega um þá orð­róma.