Til á­taka kom milli að­dá­enda suður-kóresku Net­flix-þáttanna Squ­id Game fyrir utan pop-up verslun tengda þáttunum í París á sunnu­daginn. Gríðar­lega löng röð, um 200 metrar að lengd, myndaðist fyrir utan verslunina og beið fólk í margar klukku­stundir eftir að komast þangað inn. Svo mikill æsingur varð að stór slags­mál brutust út. Svo virðist sem biðin hafi gert suma tríti­lóða.

Squ­id Game er vin­sælasta þátta­röðin á Net­flix víðast hvar í heiminum og ein sú vin­sælasta serían í sögu streymis­veitunnar. Þar tekst efna­lítið fólk á í ban­vænni bar­áttu þar sem sigur­vegarinn fær í sinn hlut háa fjár­hæð. Þeir voru frum­sýndir 17. septem­ber og skapað mikið um­tal.

Í pop-up versluninni, sem opin var á laugar­dag og sunnu­dag, gafst fólki tæki­færi á að keppa í leikjum úr þáttunum án þess að eiga á hættu að láta lífið. Á sam­fé­lags­miðlum má sjá fjölda mynd­skeiða af upp­á­komunni. Þar sjást skelfingu lostnir Parísar­búar flýja á­tökin.