Breski söngvarinn Harry Styles bar sigur úr býtum fyrir plötu ársins á Grammy verðlaunahátíðinni, sem fór fram á sunnudaginn. Ekki eru þó allir sáttir við sigur Styles og hafa margir aðdáendur tónlistarkonunnar Beyoncé kallað eftir endurtalningu.
Styles kom sá og sigraði plötu ársins með plötunni „Harry´s House“. Aðrir sem voru tilnefndir fyrir plötu ársins voru meðal annars ABBA, Adele, Bad Bunny, Coldplay, Kendrick Lamar og áðurnefnd Beyoncé.
Í þakkarræðunni sinni sagðist Styles að allir sem voru tilnefndir hafi veitt honum innblástur. Hann sagði einnig að það væri engin bestur í tónlist.
Harry Styles accepts the #Grammy for Album of the Year. https://t.co/yom28xGdvk pic.twitter.com/0037FGJ52C
— Variety (@Variety) February 6, 2023
Aðdáendur söngkonunnar voru fljótir að tjá sig um óréttlætið að þeirra kona hafi tapað fyrir Styles. Platan Renaissance eftir Beyoncé hefur slegið í gegn og töldu margir að hún myndi verða plata ársins.
„Beyoncé var rænd,“ skrifaði einn aðdáandi á Twitter, á meðan annar kallaði eftir endurtalningu.
Ekki eru þó allir ósáttir og voru aðdáendur Styles fljótir að styðja sinn mann.
Beyoncé fór samt sem áður ekki tómhent heim, en hún bar sigur úr býtum í fjórum af átta flokkum sem hún var tilnefnd fyrir.
Beyoncé er nú orðin sigursælasti tónlistarmaður í sögu Grammy-verðlaunanna en hún hefur nú unnið til 32 verðlauna í sögu hátíðarinnar. Fór hún fram úr tónskáldinu Georg Salti sem átti metið lengi vel. Í þakkaræðunni sinni þakkaði hún hinsegin samfélaginu sérstaklega fyrir.
Beyoncé gives acceptance speech at the #Grammys for Renaissance: "I'd like to thank the queer community for your love and for inventing the genre." pic.twitter.com/t6t4Jk5r7x
— philip lewis (@Phil_Lewis_) February 6, 2023
Söngkonan Lizzo þakkaði Beyoncé sérstaklega í þakkarræðu sinni, en hún hlaut verðlaun fyrir lagið „About Damn Time.“
Lizzo gives a massive shout out to Beyoncé while accepting her #grammys for Record Of The Year for her song “About Damn Time” and says “[Beyoncé] You clearly are the artist of our lives, I love you, WE GOT A FUCKEN GRAMMY!”
— Daily Bravo 💌 (@dailybravomail) February 6, 2023
And that’s how you an acceptance speech! 🥹🥰 pic.twitter.com/PPDVGulZZt