Breski söngvarinn Harry Sty­les bar sigur úr býtum fyrir plötu ársins á Gram­my verð­launa­há­tíðinni, sem fór fram á sunnu­daginn. Ekki eru þó allir sáttir við sigur Sty­les og hafa margir að­dá­endur tón­listar­konunnar Beyoncé kallað eftir endur­talningu.

Sty­les kom sá og sigraði plötu ársins með plötunni „Harry´s Hou­se“. Aðrir sem voru til­nefndir fyrir plötu ársins voru meðal annars ABBA, Adele, Bad Bunny, Cold­play, Kendrick Lamar og áður­nefnd Beyoncé.

Í þakkar­ræðunni sinni sagðist Sty­les að allir sem voru til­nefndir hafi veitt honum inn­blástur. Hann sagði einnig að það væri engin bestur í tón­list.

Að­dá­endur söng­konunnar voru fljótir að tjá sig um ó­rétt­lætið að þeirra kona hafi tapað fyrir Sty­les. Platan Renaissance eftir Beyoncé hefur slegið í gegn og töldu margir að hún myndi verða plata ársins.

„Beyoncé var rænd,“ skrifaði einn að­dáandi á Twitter, á meðan annar kallaði eftir endur­talningu.

Ekki eru þó allir ó­sáttir og voru að­dá­endur Sty­les fljótir að styðja sinn mann.

Beyoncé fór samt sem áður ekki tóm­hent heim, en hún bar sigur úr býtum í fjórum af átta flokkum sem hún var til­nefnd fyrir.

Beyoncé er nú orðin sigur­­sælasti tón­listar­­maður í sögu Gram­my-verð­­launanna en hún hefur nú unnið til 32 verð­­launa í sögu há­­tíðarinnar. Fór hún fram úr tón­­skáldinu Georg Salti sem átti metið lengi vel. Í þakkaræðunni sinni þakkaði hún hinsegin samfélaginu sérstaklega fyrir.

Söng­konan Lizzo þakkaði Beyoncé sér­stak­lega í þakkar­ræðu sinni, en hún hlaut verð­laun fyrir lagið „About Damn Time.“