Bókin heimtaði að láta skrifa sig,“ segir Dóra S. Bjarnason, höfundur bókarinnar Brot, konur sem þorðu.

Dóra leitast við að draga upp mynd af sérstæðum konum sem tengjast fjölskyldu hennar. Þær voru fyrri kona afa hennar, Þorleifs H. Bjarnasonar, Málfræðingurinn Elisa Adelina Rittershaus, dóttir þeirra, Ingibjörg Stein H. Bjarnason og dóttir hennar, Veru Zilzer. Líf þeirra spannað 137 ár.

Hún kynntist þeim síðarnefndu aðeins lítillega og byggir á bréfum og öðrum heimildum um líf þeirra.

„Ég hitti Ingibjörgu þegar ég var ellefu ára gömul í Danmörku hjá annarri frænku minni. Ég gjörsamlega heillaðist af henni. Hún var svo skemmtileg og gerði alla glaða í kringum sig, hún gaf mér pínulitla myndavél. Þetta var í eina skiptið sem við hittumst,“ segir Dóra og höfðu kynnin af Ingibjörgu mikil áhrif á hana.

„Sögur þessara kvenna eru merkilegar og þrautseigja þeirra er aðdáunarverð og ég fór að safna að mér bréfum og heimildum um þær,“ segir Dóra sem tók einnig viðtöl við ýmsa sem þekktu til lífs þeirra og sögu.

Ingibjörg var fríðleikskona og Dóra minnist hennar sem fjörlegs gleðigjafa.

Adelina var sterkgáfuð og sætti sig ekki við það að konum væri meinaður aðgangur að helstu menntastofnunum. Hún undi sér ekki á Íslandi og fór aftur til Þýskalands ófrísk að Ingibjörgu. Adeline fékk starf sem dósent við háskólann í Zürich. Ingibjörg ólst upp hjá móður sinna og lagði síðar stund á myndlist í París. Hún eignaðist dóttur með manni af gyðingaættum, sem varð meðal annars til þess að hún flutti með hana heim til Íslands þegar nasistar komust til valda í Þýskalandi.

„Þær mæðgur, Ingibjörg og Vera, komu hingað til Íslands á fyrsta farrými og héldu líklegast að þær væru að koma til fyrirheitna landsins. En það var öðru nær. Pabbi hennar var gyðingur og heimssagan hafði mikil áhrif á stöðu þessara mæðgna á Íslandi,“ segir Dóra.

Kápumynd bókarinnar hefur ?vakið verðskuldaða eftirtekt.

Ingibjörg var hluti af listamannahópnum Cercle et Carré (hringnum og ferhyrningnum) og tók þátt í einni fyrstu alþjóðlegu samsýningunni á abstraktlist í heiminum. Þar mátti sjá myndlist Ingibjargar við hlið verka eftir Wassilly Kandinsky, Le Corbusier og Piet Mondrian. Hún átti í ástarsambandi við annan stofnanda hópsins, Michel Seuphor.

Fyrir nokkrum árum sagði sænskur listfræðingur, Ulf Thomas Moberg, Dóru frá sambandi Seupher og Ingibjargar. „Hann sagði mér nokkuð sem ég vissi ekki um hana Ingibjörgu. Um samband hennar við Seuphor, hann hefði rifið myndirnar hennar.“

Verk eftir Ingibjörgu.