Una Þor­leifs­dóttir leik­stýrir Prinsessu­leikunum eftir Nóbels­skáldið Elfri­ede Jelinek sem frum­sýnt verður í Borgar­leik­húsinu í dag, föstu­dag. Í verkinu túlka leik­konurnar Vala Kristín Ei­ríks­dóttir, Birgitta Birgis­dóttir og Sól­veig Arnars­dóttir þrjár prinsessur úr ævin­týrum og raun­veru­leikanum; Þyrni­rós, Mjall­hvíti og Jacqueline Kenne­dy.

„Í verkinu er Jelinek að takast á við og rann­saka þessa menningar­legu hug­mynd um prinsessuna sem við getum sagt að gegn­sýri sam­fé­lagið að ein­hverju leyti. Þessar hug­myndir sem prinsessan stendur fyrir eins og hrein­leiki, fegurð, hlýðni, taka ekki pláss og gangast upp í ein­hverju hlut­verki. Hún skrifar verkið í fimm þáttum en við veljum þrjá til að svið­setja,“ segir Una.

Staða og í­mynd prinsessunnar

Prinsessu­leikarnir var upp­haf­lega sett upp í Ham­borg í Þýska­landi árið 2002 og inni­heldur nokkrar aðrar prinsessur, þar á meðal Rósa­mundu og Díönu prinsessu. Jelinek blandar þannig prinsessum úr þjóð­sögum og ævin­týrum saman við raun­veru­legar konur úr vest­rænni stjórn­mála­sögu.

„Hún er svo­lítið að rann­saka þeirra stöðu og þeirra í­mynd. Þú getur hugsað það þannig að Mjall­hvít og Þyrni­rós standi fyrir á­kveðnar hug­myndir um kven­leika og hug­myndir um ungar konur áður en þær giftast. Þeirra líf endar í raun með kossi á meðan líf Jacki­e Kenne­dy hefst með kossi og því að hún flytur í höllina með prinsinum. En svo deyr prinsinn og hvað gerist þá? Í sögum allra þessara kvenna er karl­maður sem skil­greinir til­vist þeirra,“ segir Una og bætir því við að hug­myndir um karl­mennsku séu einnig teknar fyrir í verkinu.

Er eftir­sóknar­vert að vera prinsessa?

„Þetta er góð spurning af því að mörgu leyti eru stelpur og strákar alin upp við prinsa og prinsessur og maður yfir­leitt skil­greinir sig og stað­setur með eða á móti, ég er ekki prinsessa eða ég er prinsessa. Ef þú hugsar um ein­hvern eins og til dæmis Kim Kar­dashian, er hún ekki prinsessa? Eða Brit­n­ey sem í upp­hafi síns ferils er al­gjör prinsessa. Hún er hrein, fal­leg, ó­flekkuð, sak­laus, kyn­ferðis­leg en ekki of mikið, ó­með­vituð um eigin kyn­ferði. Svo um leið og hún stígur út fyrir þann ramma og reynir að eiga sig sjálf og verða eitt­hvað annað heldur en er búið að segja henni að hún eigi að verða þá verður ein­hvers konar fall eða hrun.“

Jörundur Ragnarsson og Sólveig Arnarsdóttir í hlutverkum John F. Kennedy og Jacqueline Kennedy.
Mynd/Grímur Bjarnason

Brit­n­ey og Mil­ey

Að sögn Unu snýst verkið Prinsessu­leikarnir að stórum hluta um það sem gerist í kjöl­far slíkrar ó­hlýðni prinsessunnar.

„Stóra spurningin er kannski hvað gerist þegar við hættum að hlýða eða hvað gerist þegar við reynum að segja sögurnar okkar sjálfar,“ segir hún.

Spurð um hvort þetta hafi ekki ein­mitt gerst núna í bresku konungs­fjöl­skyldunni þegar Harry Breta­prins og kona hans Meg­han Mark­le á­kváðu að segja skilið við konung­legar skyldur sínar segir Una:

„Já, það má líka alveg spyrja sig í tengslum við um­ræðuna um Meg­han að hún er náttúr­lega ó­hlýðin, og þar af leiðandi stjórnast um­ræðan af því. Alveg eins og með Brit­n­ey, Mil­ey Cyrus eða þær konur sem stíga ein­hvern veginn út fyrir þann ramma sem þeim hefur verið settur.“

Að mörgu leyti eru stelpur og strákar alin upp við prinsa og prinsessur og maður yfir­leitt skil­greinir sig og stað­setur með eða á móti, ég er ekki prinsessa eða ég er prinsessa.

Ólík ævi­skeið prinsessunnar

Verkið var fyrst sett upp fyrir rúmum tuttugu árum, finnst þér það enn eiga erindi?

„Já mér finnst það, mér finnst þessar hug­myndir enn vera til staðar. Þessi hug­mynd um prinsessuna sem í­mynd eða sem ein­hvers konar hug­mynd um konu sem er leikin á á­kveðinn hátt. Allar þessar hug­myndir um við­fangið; get ég verið við­fang og gert mig sjálfa að við­fangi eða er ég alltaf gerð að við­fangi af ein­hverjum öðrum? Mér finnst þetta vera spurningar sem eru mjög ríkjandi í þessari fjórðu bylgju femín­isma sem snýst mikið um eignar­haldið á birtingar­myndinni.“

Una segir hlut­verkin þrjú, Þyrni­rós, Mjall­hvít og Jacqueline Kenne­dy standa fyrir ó­líkar birtingar­myndir prinsessunnar. Þá segir hún leik­texta Elfri­ede Jelinek vera mjög ó­hefð­bundinn.

„Þessi texti er eins og ljóð. Hún leikur sér mikið með tungu­málið og merkingu þess, hug­tök og húmor. Þannig að þetta er ekki hefð­bundið leik­rit, það eru ekki hefð­bundin at­riði þar sem fólk talar saman. Ég held að maður skynji þetta verk bara með undir­með­vitundinni af því hún er að takast á við svo stór hug­tök,“ segir Una.