Díana prinsessa vissi upp á hár hvernig hún vildi bregðast við því þegar Karl Breta­prins fór í frægt sjón­varps­við­tal þann 29. júní árið 1994 þar sem hann viður­kenndi að hafa haldið fram­hjá eigin­konu sinni í fyrsta sinn á opin­berum vett­vangi.

„Hefndar­kjóllinn. Það er eins og maður sé bara mættur aftur,“ segir Guð­ný Ósk Lax­dal, sér­fræðingur í bresku konungs­fjöl­skyldunni, í fyrsta þættinum af Crown­varpinu, við­hafnar­hlað­varpi Frétta­blaðsins um The Crown. Kjóllinn frægi hefur síðan oft verið kenndur við hefnd.

Fréttablaðið/Getty

Hún segist elska hvernig Eliza­beth Debicki hafi farið með hlut­verk Díönu í fimmtu seríunni. Þá hafi hún verið á­nægð með hvernig hinn frægi kjóll hafi verið sýndur í þáttunum.

„Af því að Díana vissi alveg hvernig átti að spila leikinn. Þarna kemur við­talið út hjá Karli og hún veltir fyrir sér: Hvernig næ ég að vera á for­síðum blaðanna á morgun? Velur þennan kjól og að sjálf­sögðu var hún á öllum for­síðum!“

Hlusta má á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er mættur á Spotify undir merkjum Bíóvarpsins.

Mynd/Buzzfeed