Áberandi og flottir eyrnalokkar eru vinsælir um þessar mundir ef eitthvað má marka erlendu tískublöðin. Þá er það sérstaklega vinsælt að klæða upp mjög hversdagsleg föt eins og íþrótta- og æfingaföt með glitrandi eyrnalokkum. Það er líka fullkomin leið til þess að taka klassíska skyrtu og uppáhaldsgallabuxurnar upp á næsta stig. Hvort sem þeir eru stórir, litríkir eða glitrandi: svo framarlega sem þeir eru áberandi.

Tískudrottningin Alexandra Lapp með áberandi en örugglega þunga eyrnalokka.
Fyrirsætan Cindy Bruna með sturlaða gyllta eyrnalokka á sýningu Balmain.
Elena Perminova á tískuvikunni í París.
Neon-litaðir eyrnalokkar geta glætt allan klæðnað lífi.
Nathalie Fanj með einstaklega flotta og stóra eyrnalokka sem algjörlega taka heildar-útlitið á næsta stig.
Listrænn stjórnandi Rotate, Þóra Valdimarsdóttir, með æðislega eyrnalokka.
Einstaklega flottir gylltir eyrnalokkar og taska frá Bottega Veneta.
Helena Bordon með fallega eyrnalokka á tískunvikunni í París.