Á rit­stjórnar­árum sínum hafði sá sem þetta skrifar fyrir sið að taka saman annál um við­burði á mynd­listar­vett­vangi við lok hvers árs. Þar var dregin saman töl­fræði um tegund og tíðni þeirrar mynd­listar sem gat að líta á árinu sem var að líða, fjölda sýninga á hverjum sýningar­stað og ýmis­leg önnur ofar­leg „trend“.

Síðast en ekki síst var í þessum annál reynt að gera upp á milli sýninga út frá gæðum þeirra, það er, hvort sýn­endum eða söfnum hefði tekist það ætlunar­verk sem þau lögðu upp með. Þessi mats­maður var þá ekki einn um hituna, því fyrir þrjá­tíu árum eða svo birtu nánast öll dag­blöð svo­kallaða mynd­listar­krítík og nokkur tíma­rit þar að auki. Meira að segja Frjáls verslun og Lækna­blaðið ef ég man rétt. Sumt af þessari „krítík“ var að sönnu ekki upp á marga fiska.

En það var samt sem áður eitt­hvað ær­legt við við­brögðin við mynd­listinni á þessum tíma. Þau voru hluti af við­varandi sam­tali mynd­listar­manna og upp­lýstrar ís­lenskrar al­þýðu, þar sem þeir fyrr­nefndu lögðu fram stað­hæfingar, á­lyktanir eða til­gátur í formi mynd­verka, eins og menn hafa gert í alda­raðir, í von um við­brögð frá hinu stóra „públikum“, helst já­kvæð, og auð­vitað sölu á þessum verkum í kjöl­farið.

Við­brögðin, já­kvæð eða nei­kvæð, voru hluti af um­ræðu um þá list­sköpun – myndir, bækur, tón­list, leik­list – sem gefur lífi okkar gildi. Og þessi um­ræða er einskis virði ef hún er ekki opin­ská; gerir vægðar­laust, en af rök­festu, upp á milli þess sem heppnast og þess sem mis­heppnast.

Sýningin Geómetría í Gerðarsafni er umfangsmikið yfirlit yfir tímabil strangflatalistarinnar á Íslandi á síðustu öld.
Mynd/Vigfús Birgisson

Af­skipta­laus mynd­list

Nú er málum þannig háttað að allar ís­lenskar list­greinar, utan einnar, eru hluti af áður­nefndu sam­tali lista­manna og al­mennings, eins og sjá má með því að fletta helgar­blöðum. Bók­menntir fá bæði al­menna um­fjöllun og sér­hæfða, leik­list sömu­leiðis, tón­list er brotin til mergjar strax eftir flutning og á­huga­fólk er fljótt að segja kost og löst á ýmiss konar til­rauna­verkum, á prenti sem á vef­miðlum. Einungis mynd­list er, með ör­fáum undan­tekningum, látin af­skipta­laus, af á­stæðum sem of langt mál væri að ræða hér. Með hug­lægu matinu hér á eftir er undir­ritaður því að tala út í á­kveðið tóma­rúm.

Rétt er að byrja á því að segja að árið 2022 var í meira lagi við­burða­ríkt, hvort sem litið er til safnanna eða einka­rekinna sýningar­staða, við­skipta­gallería á borð við i8, BERG Con­temporary og Hverfis­gallerí, sam­vinnu­sýningar­staða á styrkjum frá ríki og bæ (Ný­lista­safnið, Kling & Bang) og minni staða sem lista­menn reka sjálfir (Gallerí Port, Harbin­ger o.fl.).

Söfnin og við­skipta­galleríin standa vissu­lega betur að vígi en smærri sýningar­staðir þegar kemur að fjár­mögnun sýningar­við­burða og kynningum á þeim. Með kynningunum, við­tölum og að­keyptum um­sögnum geta þau í rauninni haft veru­leg á­hrif á það hvernig sýningar­gestir þeirra bregðast við sýningum. Af­skipt smá­galleríin verða hins vegar að reiða sig á aug­lýsinga- og upp­lýsinga­mátt net­miðla.

Rétt er að byrja á því að segja að árið 2022 var í meira lagi við­burða­ríkt, hvort sem litið er til safnanna eða einka­rekinna sýningar­staða.

Steingrímur Eyfjörð setti upp eftirminnilega sýningu í Hverfisgalleríi í haust.
Fréttablaðið/Anton Brink

Dugandi ein­staklingar

Vel­gengni smærri sýningar­staðanna og lífs­líkur þeirra velta æði mikið á dugnaði og út­sjónar­semi ein­stak­linganna á bak við þá. Sjálf­sagt gleymi ég ein­hverjum þeirra, en þær sýningar smærri staðanna á árinu 2022 sem glöddu mig sér­stak­lega má allar skrifa á reikning slíkra ein­stak­linga: að­skiljan­legar sam­sýningar í Gallerí Port, sýningarnar í Þulu (þar sem Björg Örvar sýndi), sýningar í Lista­mönnum (t.d. Magnúsar Helga­sonar) og Port­folio (Gunnar Örn, Jón Lax­dal).

Það er hins vegar svo­lítið undir hælinn lagt hvernig tekst til í Mars­hall­húsinu, þar sem turnarnir tveir, Ný­lista­safnið og Kling & Bang, eru aðal­að­dráttar­aflið. Stundum flökrar raunar að manni að þessar tvær stofnanir væru best komnar undir sama hatti. En akkilesar­hællinn þar er sýningar­stjórnin, sem er alls konar. Sýning Helga Hjalta­lín í byrjun árs var vönduð, bæði að upp­setningu og inn­taki, enda lista­maðurinn sjálfur við stjórn­völinn. Svo koma sýningar þar sem haldast í hendur fá­fræði og fá­fengi­leg­heit. Yfir­standandi sýning um „hin­segin lista­fólk“ gerir því til dæmis skóna að tvær merkar lista­konur, Róska og Dor­ot­hy Iann­one, séu/hafi verið þeim megin við stak­ketið, sem enginn fótur er fyrir.

Það er hins vegar gleði­legt hve mikinn metnað „bæjar­söfnin“ (Gerðar­safn, Hafnar­borg, Lista­safn Ár­nesinga, Lista­safn Reykja­ness og Lista­safnið á Akur­eyri) leggja nú í sýningar sínar. Öðru­vísi mér áður brá. Sér­fræðingar á vegum þeirra á­stunda al­vöru rann­sóknir og temja sér fag­lega sýningar­hönnun, sem ber ríku­legan á­vöxt. Ég vil sér­stak­lega nefna sýninguna um mynd­listar­tengsl ung­verskra og ís­lenskra ný­lista­manna á 7. ára­tugnum, sem Lista­safn Ár­nesinga stóð fyrir, yfir­lits­sýningu á völdum verkum Gunnars Arnar í Hafnar­borg og sýningar Gerðar­safns, Óræð lönd og með fyrir­vörum, Geó­metría. Lista­safnið á Akur­eyri tókst mér því miður ekki að heim­sækja á árinu.

Hildigunnur Birgisdóttir setti upp sýningu í i8 gallerí í ársbyrjun.
Fréttablaðið/Anton Brink

List sem ratar til sinna

Hverfis­gallerí setti upp fag­mann­legar sýningar á nokkrum lista­mönnum sem eru á mála hjá þeim. Þar var að vísu fátt sem kom á ó­vart, en einn af máttar­stólpum þess, Stein­grímur Ey­fjörð, stað­festi að hann er enn með hug­mynda­ríkustu mynd­listar­mönnum okkar í sýningunni Witt­gen­stein? & Fé­lag um lifandi þjóð­trú. Þar var líka gaman að endur­nýja kynnin við hina fáguðu belgísku lista­konu Jeani­ne Cohen. Guð­mundur Thor­odd­sen, sem vonir höfðu verið bundnar við, olli hins vegar nokkrum von­brigðum með nýjustu sýningu sinni.

Í BERG Con­temporary þurfa menn ekki að beygja sig undir markaðs­lög­mál, og geta því ó­truflaðir sinnt sinni upp­á­halds­mynd­list, sem er staf­ræn. Og sýningar af því tagi voru með því á­huga­verðasta sem í BERG var sýnt, annars vegar verk Sigurðar Guð­jóns­sonar og svo Va­sulka-hjónanna.

i8 hafði sig ekki mikið í frammi á árinu, en sinnti þó „sínu“ fólki, Hreini Frið­finns­syni og Dieter Roth. Full­trúar nýja­brumsins voru aðal­lega þær Hildi­gunnur Birgis­dóttir og sá hæfi­leika­ríki textíllista­maður Arna Óttars­dóttir. Sú síðar­nefnda var sömu­leiðis með fram­úr­skarandi verk á sam­sýningu í Lista­safni Reykja­víkur.

Fyrst Lista­safn Reykja­víkur er hér nefnt til sögunnar, er rétt að hrósa því alveg sér­stak­lega fyrir fram­lag þess til sýningar­ársins. Sýningar safnsins og ýmsir at­burði tengdir þeim báru af öðru sem hér var borið fyrir á­huga­fólk um mynd­list, fyrir á­gæta rann­sóknar­vinnu og fag­legt yfir­bragð sýninga. Allar stærri sýningar safnsins, og þar með þær sem settar voru upp í Ás­mundar­safni, sættu tíðindum: Erró-sýningin, Spor og þræðir, And­lit úr skýjum og Birgir Andrés­son, og síðast en ekki síst sýningin á ævi­starfi Guð­jóns Ketils­sonar. Sem að mínu mati verð­skuldar út­nefninguna Mynd­listar­sýning ársins.

Sigurður Guðjónsson sýndi verk sitt Ævarandi hreyfing á Feyneyjartvíæringnum og í BERG Contemporary.
Mynd/Sigurður Guðjónsson

Safn í á­lögum

Á hinn bóginn er engu líkara en Lista­safn Ís­lands sé í á­lögum. Engin leið var að átta sig á ýmsum á­kvarðana­tökum safnsins á fyrri hluta ársins. Á tíma­bili bar það sig að eins og gallerí, stóð fyrir röð sýninga eftir starfandi lista­menn á besta aldri, í stað þess að sinna eldri mynd­list okkar, eins og því ber að gera sam­kvæmt lögum.

Síðan var það sjálfur mennta­mála­ráð­herra landsins sem með ger­ræði batt enda á starf­semi þessa höfuð­safns þjóðarinnar árið 2022. Fyrir þá upp­á­komu hefur stofnunin verið stjórn­laus í hart­nær sex mánuði. Og þegar þetta er skrifað er ekki út­séð að hún fái þá stjórn sem hún verð­skuldar.

Á hinn bóginn er engu líkara en Lista­safn Ís­lands sé í á­lögum. Engin leið var að átta sig á ýmsum á­kvarðana­tökum safnsins á fyrri hluta ársins.