Ashley Graham, fyrir­sæta og hlað­varps­stjórnandi, og eigin­maður hennar, leik­stjórinn Justin Ervin, komust að því ný­lega að þau eiga von á tví­burum.

Ashley er langt gengin með börnin og í gær birti hún mynd­band á Insta­gram-síðunni sinni þar sem þau sjást fyrst skoða ó­léttu­próf og svo í sónar þar sem þeim er til­kynnt um kyn barnanna.

„Ég ætla að tvö já­kvæð próf stað­festi að ég er ó­létt,“ segir Graham í mynd­skeiðinu.

Í seinna mynd­skeiðinu sést að þeim er til­kynnt að um tvo börn er að ræða og Graham segist þar sjá eitt typpi. Þegar henni er til­kynnt að um tvo drengi sé að ræða má heyra að þeim er brugðið um leið og þau fagna fréttunum.

„Þú ert að grínast,“ má heyra Ervin segja á meðan Graham skellir upp úr og segir að þá muni þau eiga þrjá drengi.

Mynd­skeiðið er hægt að horfa á hér að neðan.