Lífið

Það styttist í konung­legt kríli

Katrín mun væntanlega fæða þriðja barn sitt á sama sjúkrahúsi og hin tvö börnin. Bretar bíða í ofvæni eftir konunglegum erfingja.

Það styttist í að þriðja barn Katrínar og Vilhjálms komi í heiminn. Fréttablaðið/Getty

Það eru strangar reglur sem verður að fylgja þegar að konunglegur erfingi kemur í heiminn. Nú þegar eru blaðamenn farnir að safnast saman fyrir framan sjúkrahúsið þar sem gert er ráð fyrir að Katrín hertogaynja muni eiga sitt þriðja barn.

Fæðingardeildin þar sem að tvö fyrri börn Vilhjálms og Katrínar komu í heiminn, Georg og Karlotta, er hlaðin lúxus. Sjúkrahúsið, St. Mary‘s  er í vesturhluta London og nefnist fæðingardeildin Lindo Wing.

Það mun ekki væsa um hertogaynjuna en sængurkonum er boðið upp á séreldaðan mat og hið fræga enska „high tea“  og fyrir þá sem vilja þá er einnig kampavín í boði að fæðingu lokinni. Stofurnar eru fagurlega skreyttar og ríkulega búnar.

Starfsmenn fæðingardeildarinnar og lögregla eru nú þegar í viðbragðsstöðu. Fréttablaðið/Getty

Það má búast við miklum viðbúnaði þegar að litla krílið kemur í heiminn, en nú þegar hafa bílastæði verið afgirt og starfsfólk sjúkrahússins eru í viðbragðsstöðu. Ljósmæðurnar sem að annast Katrínu í fæðingunni eru bundnar trúnaði og er gert skylt að skrifa undir skjal þess efnis.

Samkvæmt hefð er drottningunni fyrst allra tilkynnt um fæðingu erfingjans en opinber tilkynning berst síðar frá embætti kallara. Hinsvegar eru hertogahjónin nútímaleg í hugsun og brutu sjálf þessa marghundruð ára hefð árið 2013 þegar að þau tilkynntu sjálf um fæðingu elsta sonar síns, Georgs á Twitter.

Vilhjálmur og Katrín fyrir framan fæðingardeildina stuttu eftir fæðingu elsta barns þeirra, Georgs prins en hann kom í heiminn í júlí árið 2013. Fréttablaðið/Getty

 Í enskum fjölmiðlum velta menn því fyrir sér hvort að Katrín velji að eiga barnið heima í Kengsington höll, en Elísabet drottning fæddi öll sín börn heima, en þessar vangaveltur hafa ekki fengist staðfestar.

Til að tryggja öryggi meðlima konungsfjölskyldunnar er áætlaður fæðingardagur ekki gerður opinber, en flestir gera að því skónna að barnið sé væntanlegt í lok apríl.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

Lífið

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Lífið

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Auglýsing

Nýjast

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Raddirnar verða að heyrast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Auglýsing