Alex Rodrigu­ez virðist hafa tekið sér sína fyrr­verandi, Jenni­fer Lopez, til fyrir­myndar og sást á dögunum í líkams­ræktinni með sinni fyrr­verandi, Cynt­hiu Scurtis.

A-Rod, eins og Rodrigu­ez er vana­lega kallaður, og Scurtis voru gift en skildu árið 2008. Þau eiga tvær tánings­stúlkur saman. A-Rod deildi myndum af sér og sinni fyrr­verandi á Insta­gram í gær en hann segir þar frá á­skorun sem hann lauk í gær með að­stoð frá fjöl­skyldunni.

Myndirnar má sjá hér að neðan.

Rodrigu­ez hætti með Lopez skyndi­lega fyrr á þessu ári og stuttu seinna tók hún saman við sinn fyrr­verandi, Ben Af­f­leck.