Lífið

„Það hefur ekki verið auð­velt að draga andann“

Snapchat-stjarnan Gæi tjáði sig í morgun um dóm sem konan hans hlaut á dögunum. Þykir þeim málið leiðinlegt en ætla sér að takast á við afleiðingarnar.

Gæi tjáir sig um dóm konu sinnar, Önnu Bjarkar, á Snapchat í morgun. Skjáskot

Snapchat-stjarnan Gæi tjáði sig í morgun um dóm sem eiginkona hans Anna Björk Erlingsdóttir hlaut á dögunum. Fréttablaðið greindi frá því á sunnudaginn að Héraðsdómur Reykjaness hafi komist að þeirri niðurstöðu að Anna skuli sæta 16 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, skilasvik og brot gegn bókhaldslögum.

Sjá einnig: Dæmd fyrir 59 milljóna fjár­drátt úr fyrir­tæki snappara

Ekki verið auðvelt að draga andann

 „Þegar maður gerir mistök þá er bara numer eitt, tvö og þrjú að læra af þeim og takast á við afleiðingarnar og halda svo áfram fulla ferð. Það er það sem við ætlum að gera,“ segir einlægur Gæi á Snapchat-reikningi sínum.

Hann segir þau ætla að segja skilið við fortíðina og horfa fram á veginn.

 „Það er það eina sem ég hef að segja og okkur þykir þetta ógeðslega leiðinlegt og það er ekki búið að vera auðvelt að draga andann síðustu vikur. Þetta hefur legið þungt á manni og maður hefur verið að rembast við að brosa í gegnum tarin.“

Hafa fengið stuðning víða

Anna hafði í starfi sínu sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Gæi ehf. dregið sér alls rúmar 59 milljónir króna og ekki fært bókhald þess. 

Brotin hófust á árinu 2007 og stóðu yfir fram til ársins 2014. Voru þau mis mikil að umfangi á tímabilinu. Til að mynda dró hún sér aðeins 20 þúsund krónur árið 2009 en mest rúmar 17 milljónir króna árið 2013. Voru brotin ýmist framkvæmd með úttektum í hraðbanka, greiðslum með debetkorti félagsins eða millifærslum inn á hennar eigin reikning. Þá millifærði Anna milljónir inn á reikning annars manns en ekki er tilgreint í dómnum hver sá maður er.

Hann segir að þau hjón hafi fengið fjöldan allan af fallegum kveðjum en þó ein slæm skilaboð. 

 „Ég held ég sé lánsamur, og við bæði, með vini og allt.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Dæmd fyrir 59 milljóna fjár­drátt úr fyrir­tæki snappara

Doktor.is

Doktor.is: Streita og kulnun

Lífið

Idol­kempurnar Ru­ben og Clay slá upp jóla­tón­leikum

Auglýsing

Nýjast

Uppskrift: Einfalt en gómsætt konfekt

Lífið, alheimurinn, allt og þú

Ritstjórinn og skáldið slást um tímann

Emmsjé Gauti hannar strigaskó

Hið góða mest gúgglað árið 2018

Plötuðu milljónir Twitter not­enda fyrir skóla­verk­efni

Auglýsing