Kynningar

Það er VON í Hafnarfirði

KYNNING - Veitingaparið Kristjana Þura Bergþórsdóttir og Einar Hjaltason reka veitingahúsið VON mathús og bar við höfnina í Hafnarfirði. Þar er eldað af mikilli ástríðu og veittur húskokteill af krana.

Veitingaparið Kristjana Þura Bergþórsdóttir og Einar Hjaltason á VON mathúsi og bar.

Við létum drauminn rætast og opnuðum í desember 2015. Það hefur gengið ótrúlega vel. Þessi ár höfum við stigið okkar fyrstu skref í eigin rekstri og það er einstaklega skemmtilegt og lærdómsríkt ferli,“ segir Kristjana um draum þeirra Einars sem hefur blómstrað og dafnað allar götur síðan.

Saman eiga þau fjögurra ára dóttur og því geta dagarnir verið heilmikið púsluspil, eins og gengur.

„Vinnudagarnir geta verið langir og strangir en við njótum þess láns að fá ómetanlegan stuðning frá fjölskyldu og vinum. Án þeirra gætum við ekki unnið jafn vel að VON. Það er krefjandi og gefandi á sama tíma, alls ekki fyrir alla, en blóð, sviti og tár er lífsstíll,“ segir Kristjana hláturmild.

Kokteilar, stemning og íslensk matargerð

Kvöldseðill VONAR samanstendur af minni og stærri réttum; dýrindis kjöt-, fisk-, grænmetis- og veganréttum og gómsætum eftirréttum.

„Við bjóðum upp á eitthvað fyrir alla og leggjum mikið upp úr árstíðabundinni íslenskri matargerð, hvort sem það er grænmeti eða sjávarafurðir. Fiskinn fáum við glænýjan beint úr næsta húsi, eða frá Hafinu sem stendur við höfnina,“ útskýrir Kristjana. VON býður einnig úrval léttra rétta sem er tilvalið að deila og þriggja rétta samsettan matseðil.

Á VON er indælt að tylla sér inn og eiga notalega kvöldstund yfir mat og drykk.

„VON á alltaf vel við; í góðum félagsskap, með ástinni, fyrir tónleika eða leikhús. Á barnum er freistandi úrval kokteila og hægt að panta okkar vinsæla húskokteil beint af krana sem vakið hefur mikla lukku. Við lögum líka okkar eigið dásamlega súrsæta límonaði, bökum okkar eigið brauð á hverjum morgni og matreiðum allan mat frá grunni af mikilli ástríðu,“ segir Kristjana.

Í hádeginu á þriðjudögum til föstudags er „happy hour“ af völdum drykkjum á VON þar sem framreiddir eru réttir dagsins á sanngjörnu verði, og á laugardögum er fjölskyldubrönsinn vinsæli og einnig er hægt að gæða sér á fiski dagsins, vöfflum, límonaði og mímósu, svo fátt sé upptalið. Lokað er á sunnudögum og mánudögum, en í júní, júlí og ágúst verður opið á sunnudagskvöldum.

„Okkur er kært að byggja upp heilbrigt og jákvætt vinnuumhverfi til lengdar, bæði fyrir okkur sjálf og starfsfólkið. Við erum fjölskyldurekinn staður og því er mikilvægt að allir fái hvíld inn á milli til að sinna fjölskyldunni og öðrum áhugamálum,“ segir Kristjana.

Gott að lifa og starfa í Hafnarfirði

Kristjana er uppalinn Hafnfirðingur og segist aldrei hafa upplifað Hafnarfjörð eins og nú.

„Bærinn hefur breyst mikið undanfarin ár og það er yndislegt að fylgjast með iðandi mannlífi og lifandi starfi hér alla daga. Ný kaffi- og veitingahús gæða bæinn miklu lífi og Bæjarbíó heldur sannarlega áfram að toppa sig. Hafnfirðingar og gestir þeirra kunna svo sannarlega að meta fjölbreytni í þjónustu og verslun í þessum fagra bæ. Svo er náttúrlega alkunna að Hafnfirðingar eru hresst og skemmtilegt fólk heim að sækja,“ segir Kristjana og hlær.

Kristjana og Einar eru virk á samfélagsmiðlum og hægt að fylgjast með daglegu amstri á bak við tjöldin á vonmathus á Instagram og Facebook.

VON mathús og bar er á Strandgötu 75. Sjá vonmathus.is. Sími 583 6000. Netfang: info@vonmathus.is.

VON mathús og bar er glæsilega innréttað og hægt að láta fara einkar vel um sig yfir gómsætri, íslenskri matargerð, dýrindis kokteilum og góðri þjónustu.
VON er rómað fyrir ljúffengan mat úr fersku hráefni og matarupplifanir sem gleðja alla sem unna góðum mat.
Á VON mathúsi og bar er hægt að fá girnilega og svalandi kokkteila og meðal annars geysivinsælan húskokkteil sem veittur er af krana.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Mathöll Höfða opnar á föstudag

Kynningar

Sterk, ákveðin og þrjósk

Kynningar

Vel tengt fræðslusetur RAFMENNTAR í rafmenntun

Auglýsing

Nýjast

​Þór­dís nýtt Leik­skáld Borgar­leik­hússins

„Lewis Hamilton dúfna“ selst á metfé

Kit Har­ingt­on í ein­læg­u við­tal­i um lok Game of Thron­es

Fólk verður ekki „full­orðið“ fyrr en á fer­tugs­aldri

Ræða hvað­a per­són­a mynd­i fylgj­a með á eyð­i­eyj­u

Bear Grylls í nýjum gagn­virkum þáttum á Net­flix

Auglýsing