Einstaklega fallegt heilsárshús við Flúðir í Hrunamannahreppi er til sölu.

Húsið er hannað af innanhúshönnuðinum Sæbjörgu Guðjónsdóttur, eða Sæju eins og hún alla jafnan er kölluð. Sæja er með einstaklega smart stíl þar sem hlýlegir tónar mæta hráum efnivið.

Þar má nefna innréttingar eignarinnar sem eru úr dökkbæsuðum hlyn, steyptur sjónvarpsófinn í sjónvarpsholinu og gólfin flotuð.

Um er að ræða rúmgóða eign þar sem svefnherbergin telja þrjú, tvö baðherbergi og alrými með gólfsíðum gluggum.

Á Flúðum er öll helsta þjónusta og stutt í alls kyns afþreyingu, svo sem golfvöll, fótboltagolf, náttúrulaugina Secret Lagoon, veitingastaði svo eitthvað sé nefnt. Ásett verð fyrir eignina er 89,9 milljónir króna.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Fréttablaðsins.

Mynd/Remax
Mynd/Remax
Mynd/Remax
Mynd/Remax
Mynd/Remax
Mynd/Remax
Mynd/Remax
Mynd/Remax
Mynd/Remax
Mynd/Remax