90% þjóðarinnar borðar laufabrauð, að því er fram kemur í könnuninni. Stærsti aldurshópurinn sem borðar laufabrauð er 18-24 ára og 35-44 ára, eða 91%. Þá eru ívið fleiri konur en karlar sem borða laufabrauð. Hlutfall kvenna er 92% en karla 88%.

35% þeirra sem borða laufabrauð borða það alltaf eintómt. 65% nota álegg/smur og/eða ídýfur. Yngra fólk borðar laufabrauð frekar eintómt

Vinsældarlisti í áleggjum, meðal þeirra sem nota álegg/smur/ídýfur yfir höfuð:
90% setja smjör (með eða án annars)
12% setja hangikjöt
2% ost, 1% mysing, 1% brauðsalat
Einnig var nefnt: tómatsardínur, sultaður rauðlaukur, sykrað kaffi, maís, maís, uppstúfur/jafningur, söltuð rúllupylsa, sulta, vogaídýfa, nacho ostasósa.

„Í upphafi var laufabrauðið einkum vinsælt á Norðurlandi en þokaðist síðan hægt suður yfir heiðar. Á síðustu áratugum hefur laufabrauðið áunnið sér fastan sess í jólahaldi þúsunda íslendinga um allt land. Ætla má að þessi ágæti jólasiður hafi borist með fjölskyldum sem fluttu af Norðurlandi í aðra landshluta,” segir Gísli Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Gæðabaksturs.

En hvað skyldi laufabrauðsgerð vera gamall siður hér á landi? „Af heimildum að dæma má draga þá ályktun að laufabrauð hafi verið gert a.m.k. í hálfa þriðju öld. Minnst er á það í orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík frá fyrri hluta 18. aldar, ef marka má Wikipediu. Þar segir að laufabrauð sé sælgæti Íslendinga," segir Gísli.

Gallup könnunin var framvæmd á netinu og náði til 1.632 manns, 18 ára og eldri á öllu landinu.