Lífið

82 sýningar á 24 dögum

Dagatal Þjóðleikhússins er þétt en á aðeins 24 sýningardögum verða 82 sýningar sýndar. Elstu menn muna ekki annað eins sýningaflóð. Svo gengur miðasalan bara alveg bærilega líka sem er ekki verra segir Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri leikhússins.

Stór hópur leikara, dansara, sirkuslistamanna og tónlistarfólks skapar litríkan, óvæntan og fjölbreyttan heim. Chantelle Carey hlaut Grímuverðlaunin fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins í Slá í gegn.

Þetta eru rétt tæplega þrjár og hálf sýning á hvern sýningardag,“ segir Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri Þjóðleikhússins, en sé dagatal Þjóðleikhússins skoðað sést að í október eru sýndar hvorki meira né minna en 82 leiksýningar á aðeins 24 sýningardögum.

Atli segir að þetta sé mesti fjöldi sýninga sem sýndar hafa verið á svo skömmum tíma á fjölum hússins. „Það man enginn hér eftir öðru eins og við finnum engar sambærilegar tölur frá fyrri tíð í okkar gögnum svo við leyfum okkur að telja að þetta sé mesti fjöldi sýninga á svona skömmum tíma.“ Atli bendir á að það sé uppselt á flestar af þessum sýningum sem sé auðvitað sérstaklega ánægjulegt.

Það er bjart yfir Þjóðleikhúsinu þessa dagana og verður svo út mánuðinn þó álagið sé mikið. Fréttablaðið/GVA

Mikil spenna er fyrir Ronju ræningjadóttur í leikstjórn Selmu Björnsdóttur en uppselt er á sýninguna út árið. Miðasala á sýningar ársins 2019 hefst í dag. Aðrar sýningar hafa gengið nánast fyrir fullum sal segir Atli. „Við erum að sýna þétt á öllum okkar sviðum auk þess sem við bjóðum elstu bekkjum leikskólanna upp á sýningar á Sögustund í þessari viku. Það er uppselt á Ronju ræningjadóttur út árið. Ég heiti Guðrún, sem er aðeins sýnd í október, er nær uppseld. Slá í gegn er að klárast, Fly Me to the Moon, Einar Áskell og svo sýningarnar í Þjóðleikhúskjallaranum.

Eins og máltækið segir: Allt er þegar áttatíu og tvennt er,“ segir hann og hlær.

Birkir Borkason og Ronja syngja í virkinu góða.
Leikkonurnar Ólafía Hrönn og Anna Svava sameina krafta sína í nýjum tvíleik, Fly Me to the Moon eftir Marie Jones, höfund leikritsins Með fulla vasa af grjóti.
Leikritið Ég heiti Guðrún hefur farið sigurför um Norðurlönd frá því að það var frumflutt árið 2014.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Löng og átakanleg áminning

Lífið

Barnagleði Harrys og Meghan

Menning

Synir hafsins

Auglýsing

Nýjast

Syngur í Rínargulli Wagners í Þýskalandi og aríur í Hannesarholti

Vinsælli en Sigur Rós á Spotify

Möguleikarnir nær óþrjótandi

Ástin blómstrar eftir Bachelorinn: „Ég vildi fara heim með henni“

Eiga von á eineggja tví­burum

Lokkandi leirtau úr Landmannalaugum

Auglýsing