Rúm­lega 75 þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undir­skriftalista þar sem kallað er eftir því að Phillip Schofi­eld og Holly Will­oug­hby, þátta­stjórn­endur hins vin­sæla morgun­þáttar, This Morning, á ITV-sjón­varps­stöðinni verði rekin úr starfi.

Greint var frá því á dögunum á Schofi­eld og Will­oug­hby hefðu farið fram fyrir gríðar­langa röð til að komast að kistu Elísa­betar Bret­lands­drottningar sem var lögð til hinstu hvílu í síðustu viku.

Voru dæmi um að al­mennir borgar þyrftu að bíða í sólar­hring eða meira í röð en Schofi­eld og Will­oug­hby eru sögð hafa laumast fram fyrir röðina til að komast að kistunni. Kallað var eftir því að þau myndu biðjast af­sökunar en það hafa þau ekki gert, ellefu dögum eftir fjaðra­fokið.

Þátta­stjórn­endurnir hafa tekið fram að þau séu með­vituð um við­brögðin og sýni þeim á­kveðinn skilning. Um­ræddan dag hefðu þau verið á svæðinu sem fjöl­miðla­menn og því fengið annan og meiri að­gang en hinn al­menni borgari. Þau hefðu ekki svindlað sé fram fyrir röðina eins og haldið hefur verið fram heldur fengið leyfi frá yfir­völdum og ekki komið í veg fyrir eða tafið fyrir öðrum.

Undir­skrifta­söfnunin fer fram á vefnum Change.org og þrátt fyrir út­skýringar þátta­stjórn­endanna hefur undir­skriftunum að­eins fjölgað síðustu daga.