Ís­lenska úti­vistar­merkið 66°Norður og danska tísku­vöru­merkið hafa tekið höndum saman á ný og var nýja línan sýnd tísku­vikunni í Kaup­manna­höfn í gær. Þetta kemur fram í til­kynningu frá merkjunum tveimur.

„Sam­starfs­línan er hluti af SS23 sýningu GANNI og verður sett á markað snemma vors 2023. Fyrrum sam­starfs­línur GANNI og 66°NORÐUR á árunum 2018 og 2019 nutu vel­gengni og byggir hönnunin á­fram á Kaup­manna­hafnar­stíl GANNI og ís­lenskri arf­leifð og þekkingu 66°NORÐUR á fram­leiðslu á há­gæða úti­vistar­fatnaði. Vörurnar eru fram­leiddar úr tækni­legum efnum sem verða af­gangs i fram­leiðslu í verk­smiðjum 66°Norður og eru að hluta til úr endur­unnum efnum,“ segir í til­kynningunni.

Þá segir að inn­blásturinn í hönnuninni byggi á Kríu línunni frá 66 °Norður, sem er um þrjá­tíu ára gömul, en á sama tíma með á­herslu á GANNI fatnaði fyrir dag­legt líf í Kaup­manna­höfn.

Lita­valið á línunni sem saman­stendur af buxum, vesti, hatti og neos­hell jökkum, er undir ís­lenskum á­hrifum þar sem gulur, grænn og túrkís blár er í há­vegum, sem skír­skotun í norður­ljósin og ís­lenska náttúru.

Fyrir­tækin spennt og stolt af sam­starfinu

„Ég er mjög stolt af því að vinna með 66°Norður að þriðju sam­starfs­línunni, Þau fram­leiða bestu skjól­flíkurnar sem þú getur notað við öll til­efni. Því meira sem við vinnum saman, því meira lærum við hvert af öðru og sköpum traust til að gera til­raunir við þróun og fram­leiðslu. Sam­starfið okkar er ein­stakt, ég elska litina sem eru inn­blásnir af Ís­landi, einum fal­legasta stað jarðar. Ég get ekki beðið eftir því að sýna flíkurnar á SS23 sýningunni okkar,“ segir Ditte Reffstrup, list­rænn stjórnandi GANNI.

„Við erum spennt að halda á­fram sam­starfi okkar við GANNI og fá inn­blástur frá þeirra GANNI GIRLS stíl, enn og aftur. Sam­eigin­leg við­horf okkar gagn­vart á­byrgri og um­hverfis­vænni hönnun kemur saman í hring­rásar­á­herslum sam­starfs­línunnar. Við komum að borðinu með okkar tækni­legu sér­þekkingu í hönnun og fram­leiðslu í okkar eigin verk­smiðjum. Það skiptir báða aðila miklu máli að vera með á­byrga og gegn­sæja fram­leiðslu. Við höfum náð að byggja upp náið sam­starf, við erum eins og ein stór fjöl­skylda þegar við vinnum saman,“ segir Bjarn­ey Harðar­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjá 66°Norður.