Bakarinn og listmálarinn, Jói Fel birti mynd sér berum af ofan á Instagram síðu sinni í gær í tilefni af 55 ára afmæli sínu.

Við myndina skrifa hann. „55 ára miðaldra karlmaður. Sit uppi með þetta útlit núna. Held að fari aðeins að síga á næstunni þegar Felino fer á fullt,“ skrifaði Jói og þakkaði jafntfram öllum fyrir heillaóskirnar og stefnir á að borða meira á komandi ári

Jói Fel hefur verið þekktur fyrir stóra upphandleggsvöðva og að halda sér í góðu formi. Hann leyfði fylgjendum sínum að sjá á Instagram í gær, að þrátt fyrir að hann sé kominn vel á sextugsaldur, heldur hann í stóru upphandleggsvöðvana.

Hann birti myndskeið af sjálfum sér strá salti yfir nýeldaða steik sem hann matreiddi fyrir augum fylgjenda sinna, og hnyklaði vöðvana alsæll á svip.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram
Mynd/Instagram