Rúmlega 540 fm einbýlishús er til sölu í Kópavogi. Á fasteignavef Mikluborgar kemur fram að eigninni fylgir 60 fm hesthús sem stendur neðar í lóðinni.

Þetta er átta herbergja hús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og þremur baðherbergjum. Húsið var byggt árið 2006 og er sett á tæpar 160 milljónir króna.

Frá bakgarðinum.
Mynd:Miklaborg
Efri hæðin.
Mynd:Miklaborg

Á efri hæðinni er flísalögð forstofa, opið eldhús, borðstofa, stórar stofur með útgengi á svalir þar sem er svakalegt útsýni.

Á neðri hæð er hjónasvíta og sjónvarpsstofa með útgengi í garð.

Flott útsýni úr stofunni.
Mynd:Miklaborg

Frá húsinu er stutt niður að Elliðavatni, í Heiðmörkina og Elliðaárdalinn. Hægt er að sjá fleiri myndir á vef Mikluborgar.

Nóg af baðherbergjum.
Mynd:Miklaborg
Ekki sér maður oft hesthús sem fylgir einbýlishúsi.
Mynd:Miklaborg