Brad Pitt vann í gær Óskars­verð­laun fyrir hlut­verk sitt í kvik­myndinni Once Upon A Time in Hollywood en þar minntist hann meðal annars á á­kæru­mál yfir Donald Trump, Banda­ríkja­for­seta.

Gagn­rýndi Pitt þar að John Bol­ton, fyrr­verandi þjóðar­öryggis­ráð­gjafa, hefði ekki verið veitt tæki­færi til að bera vitni vegna á­kæru á hendur for­setans. „Þeir sögðu mér að ég fengið 45 sekúndur til að halda þessa ræðu, sem er 45 sekúndum meira en öldunga­deildin gaf John Bol­ton í vikunni,“ sagði leikarinn.

Um var að ræða allra fyrstu Óskars­verð­laun leikarans. „Ég hugsa að Quentin muni gera mynd um þetta og að lokum, muni full­orðna fólkið gera hið rétta í málinu.“

Þar vísaði hann í hefð leik­stjórans Quentin Tarantin­os í myndum sínum, þar sem hann snýr sögu­legum stað­reyndum á haus, meðal annars seinni heims­styrj­öldinni í og Man­son morðunum.