Á Stokkseyri er nú til sölu fallegt 66,2 fermetra einbýlishús frá 1920. Húsið heitir Laufás og er timburhús með risi og steyptum kjallara. Húsið er klætt að utan með bárujárni og er, samkvæmt auglýsingu, laust fljótlega. Húsið er yfir 100 ára og er á lista yfir friðuð hús. Hús og þak var málað 2014.

Miðhæðin er 42,7 fermetrar, kjallari 23,5 fermetrar en þar er að finna þvottahús og ris með óskráðum fermetrum. Innangengt er á bæði miðhæð og í kjallara.

Gengið er inn í litla forstofu með glugga og fatasnögum, flísar á gólfi.

Eldhús með hvít málaðri, líklega upprunalegri sjarmerandi innréttingu, eldavél með ofni, borðplata með viðaráferð. Lúga í gólfi með stiga niður í kjallara.

Svefnherbergi með gólfdúk.

Barnaherbergi/skrifstofa með dúk á gólfi.

Húsið var málað 2014 og þakið. Vel gróinn garður er við húsið.
Mynd/Fasteignasalan Bær
Stofa björt og rúmgóð með dúk á gólfi.
Mynd/Fasteignasalan Bær

Í auglýsingu kemur enn fremur fram að í bænum er að finna ýmsa góða þjónustu og vinsælan veitingastað en í bænum er líka tækifæri til að komast í nána snertingu við ósnortna náttúruna gefst með því að fara í kajakaferðir um skerjagarðinn eða um tjarnirnar.

Nánar hér á fasteignavef Fréttablaðsins.

Hver fermeter vel nýttur í eldhúsinu.
Mynd/Fasteignasalan Bær
Baðherbergi með baðkari, innréttingu með vaski og klósetti, flísalagt gólf, gluggi, þarfnast endurnýjunar.
Mynd/Fasteignasalan Bær
Þvottahúsið er í kjallaranum og gæti þegið smá upplyftingu.
Mynd/Fasteignasalan Bær