Ein mest skoðaða eign á fast­eigna­vefnum í dag er rúm­lega þrjú hundruð fer­metra ein­býlis­hús á Skildinga­nesi 49 í Skerja­firði. Settar eru 240 milljónir á húsið en fast­eigna­mat er um 142 milljónir.

Um er að ræða sex her­bergja hús á tveimur hæðum með hundrað fer­metra þaksvölum og heitum potti. Út­sýnið er einkar heillandi enda lagt mikið upp úr verönd og svölum.

Húsið telur þrjú til fjögur svefn­her­bergi þar af hjóna­svíta með fata­her­bergi og bað­her­bergi, eld­hús, þvotta­hús, tvö bað­her­bergi, eitt gesta­salerni, bíl­skúr, stofu, borð­stofu og al­rými á efri hæð.

Húsið er 302 fermetrar að stærð.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Útsýnið úr heita pottinum er ekki amalegt.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Pallurinn er girtur að hluta til.
Falleg birta leikur um stofuna á blíðviðrisdögum.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Stofan er virkilega rúmgóð og opin.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Opið er milli eldhús og setustofu.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Kokkurinn á heimilinu myndi sóma sér vel í þessu eldhúsi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Huggulegur krókur með útsýni yfir stofuna og fleira.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Flísalagt baðkar í góðri stærð svíkur engann.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Nægt pláss er fyrir bílinn í tvöföldum bílskúr.
Mynd/Fasteignaljósmyndun