Á Sel­tjarnar­nesi er nú til sölu 200 fer­metra efri sér­hæð með 30 fer­metra bíl­skúr í tví­býli. Settar eru 165 milljónir á hæðina en fast­eigna­matið er heldur lægra, eða 77 milljónir og bruna­bóta­matið 66 milljónir.

Hægt er að skoða eignina betur á fast­eigna­vef mbl.is en einnig verður opið hús til að skoða hæðina þann 27. Nóvember. Nánari upp­lýsingar er hægt að fá hjá Lind fast­eigna­sölu.

Á vef mbl.is segir að ein­stakt sjávar­út­sýni sé úr nánast allri í­búðinni en bæði eru svalir til suð­austurs og suð­vesturs.

Eignin er að mestu tekin í gegn. Inn­réttingar eru sér­smíðaðar auk hurðanna af Guð­björgu Magnús­dóttur. Arki­tekt hússins er Skarp­héðinn Jóhanns­son.

Á hæðinni eru fimm her­bergi, þar af tvö svefn­her­bergi og tvö bað­her­bergi.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir af hæðinni.

Góðar svalir eru til suðaustur og suðvesturs.
Mynd/Fasteignaljosmyndun.is
Stiginn er parketlagður og glerhandriðið flott. Hvítu skáparnir taka vel á móti þegar upp er komið.
Mynd/Fasteignaljosmyndun.is
Forstofan er flísalögð.
Mynd/Fasteignaljosmyndun.is
Elhúsið er rúmgott og bjart, mikið skápa og borðpláss.
Mynd/Fasteignaljosmyndun.is
Sérsmíðuð eldhúseyja - sem kannski er ekki allra. Útsýnið við gluggann er það þó líklega.
Mynd/Fasteignaljosmyndun.is
Hægt er að ganga beint út á svalirnar.
Mynd/Fasteignaljosmyndun.is