Mynd­band af Kate Har­al­son, 19 ára TikT­ok not­end­a, tala við hinn 51 árs gaml­a leik­ar­a Matt­hew Perr­y á stefn­u­mót­a­for­rit­in­u Raya á síð­ast­a ári hef­ur far­ið eins og eld­ur í sinu á net­in­u.

Þrátt fyr­ir að hafa ekki upp­haf­leg­a ætl­að að birt­a mynd­band­ið seg­ist Kate hafa á­kveð­ið að birt­a það til að varp­a ljós­i á hvern­ig eldri menn í Holl­yw­o­od mis­not­a stöð­u sína gagn­vart ung­um kon­um.

„Það segj­a marg­ir að ég sé slæm fyr­ir að birt­a þett­a, sem lét mér líða svo­lít­ið illa, en á sama tíma líð­ur mér eins og mik­ið af eldri körl­um séu að tala við mun yngr­i stúlk­ur, sem er eitt­hvað sem mér finnst að fólk ætti að vera með­vit­að um,“ sagð­i Kate í sam­tal­i við Pa­geS­ix.

Valdaójafnvægið ekki í lagi

Kate lýs­ir því að Perr­y hafi vilj­að færa sam­tal þeirr­a af Raya yfir á Fac­eT­im­e nán­ast strax eft­ir að þau voru pör­uð sam­an. Hún sam­þykkt­i með það í huga að það yrði fynd­ið. Í sam­tal­i þeirr­a á mill­i spurð­i leik­ar­inn Kate hvort hann væri eldri en pabb­i henn­ar, sem hann var.

„Í sann­leik­a sagt er ekki í lagi að þess­ir göml­u karl­ar séu að tala við svon­a ung­ar stúlk­ur,“ sagð­i Kate sem lýst­i því að hafa liði furð­u­leg­a á með­an á sam­tal­in­u stóð.

Perr­y hef­ur ekki tjáð sig um mál­ið og vild­i tals­mað­ur hans ekki veit­a nein svör. Perr­y trú­lof­að­ist hinn­i 29 ára göml­u Moll­y Hurw­itz síð­ast­lið­inn nóv­emb­er.