Á fasteignavef mbl.is má nú finna 363 fermetra einbýlishús í Garðabæ til sölu.

Húsið er óklárað og er í byggingu en það eru settar litlar 175 milljónir króna á eignina.

Fasteignamat er 83,6 milljónir króna.

Aðeins ein mynd fylgir þessari dýru eign en í lýsingu frá fasteignasölunni segir „Stórglæsilegt og vandað 363 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum 80 fm  bílskúr,  húsið er mjög vel staðsett og á stórri lóð í Garðabæ innst í botnlangagötu við fallegt opið óbyggt svæði."

Ekki tilbúið að innan

Húsið verður afhent tilbúið til innréttinga að innan en fullbúið að utan, þó ekki málað né með bílaplani.

„Mikil lofthæð er í húsinu. Gert er ráð fyrir fjórum baðherbergjum og fjórum svefnherbergjum og fl. Húsið sem er staðsteypt er í byggingu og er langleiðina komið á byggingarstig 5. sem einnar hæðar hús. Eignin afhendist fullbúin að utan það er múrað ekki málað  með grófjafnaðri lóð fyrir utan verandir og stéttar í kringum húsið sem verða steyptar(ekki bílaplan).  Að innan er húsið tilbúið til innréttinga."