Um 280 fm ein­býlis­hús á einni hæð í Foss­vogi er til sölu fyrir 168 milljón krónur á fast­eigna­vef Eigna­miðlunar.

Húsið er vel stað­sett í Foss­voginum og hefur verið mikið endur­nýjað á síðustu árum. Rými hafa verið opnuð, gólf­hiti settur í öll gólf og skipt um gólf­efni á­samt inn­réttingum. Um er að ræða fal­lega horn­lóð með sól­pöllum , hita­lögnum í göngu­leiðum og bíla­stæði.

Þá er eld­húsið glænýtt og með fjórum Miele ofnum, á­samt vínkæli og stein á borð­plötum. Tvö önnur stór svefnherbergi eru í húsinu ásamt hjónaherbergi.

Eldhúsið er rúmgott með stórri stein borðplötu í miðjunni.
Ljósmynd/Eignamiðlun

Eld­húsið er nýtt og með fjórum Miele ofnum, á­samt vínkæli og stein á borð­plötum. Bað­her­bergi og gesta­snyrting endur­nýjuð.

Mikil birta kemur úr sólskálanum að sumri til
Ljósmynd/Eignamiðlun

Í húsinu er yfir­byggður sól­skáli með tveimur renni­hurðum út á sól­pall. Hjóna­her­bergið er einnig með hurð út á sól­pall.

Hjónaherbergið er afar bjart.
Ljósmynd/Eignamiðlun
Bað­her­bergi og gesta­snyrting hafa verið endur­nýjuð.
Ljósmynd/Eignamiðlun
Rúmgott sjónvarpsrými.
Ljósmynd/Eignamiðlun
Setustofan.
Ljósmynd/Eignamiðlun
Húsið er afar rúmgott.
Ljósmynd/Eignamiðlun