Mynd­band úr smiðju rúss­neska stjórnar­and­stöðu­mannsins Alexei Naval­ny heldur því fram að Vla­dimir Pútin, Rúss­lands­for­seti, eigi 175 milljarða króna höll sem fjár­mögnuð var með illa fengnu fé. Fram kemur að for­setinn vilji ekki að neinn viti af til­vist hallarinnar.

Mynd­bandið hefur farið eins og eldur um sinu og hefur það þegar verið spilað 43 milljón sinnum. Í mynd­bandinu segir Naval­ny að banda­menn Putins, þeirra á meðal olíu for­stjórar og billjóna­mæringar, hafi borgar fyrir byggingu hallarinnar sem á að hafa kostað 1,35 milljarð dollara, eða 175 milljarða ís­lenskra króna.

„Þeir byggðu höllina fyrir yfir­mann sinn með hans eigin peningum,“ út­skýrir Naval­ny. Hann full­yrðir að þarna séu á ferðinni í­burðar­mestu mútur mann­kyns­sögunnar.

Öllu til tjaldað

Í mynd­bandinu eru sýndar myndir af svæði við Svarta hafið þar sem höllin og aðrar byggingar á lóðinni sjást. Höllin sjálf er tæplega 13 þúsund fermetrar á stærð. Þá voru birtar 3D teikningar innan úr höllinni þar sem meðal annars er að finna sund­laug, leik­hús, spila­víti og strípi­stað.

Naval­ny hefur ætíð verið gagn­rýnin á Pútín en hann var síðast­liðna helgi úr­skurðaður í 30 daga varð­hald við endur­komuna til Rúss­lands. Hann mun sitja í fangelsi að minnsta kosti til 15. febrúar. Fimm mánuðir eru síðan eitrað var fyrir Naval­ny í Síberíu en hann telur rúss­nesk stjórn­völd hafa staðið að baki morð­til­ræðisins.

Landið er staðsett 18 kílómetra frá vinsæla sumarfrísstaðnum Gelendzhik.
Mynd/Navalny
Höllinn er vel afgirt og fullyrðir Navalny að herlið standi vörð um svæðið allan sólarhringinn.
Mynd/Navalny
Teikningar af fyrstu hæð hallarinnar.
Mynd/Navalny
Spilavíti er staðsett inni í höllinni.
Mynd/Navalny
Herbergið er sagt vera í uppáhaldi forsetans.
Mynd/Navalny
Fleiri en einn íburðamikill bar er að finna í höllinni.
Það kom ýmsum á óvart að svið með súludansstöng eigi að vera í höllinni.
Mynd/Navalny
Forsetinn lætur sér eflaust ekki leiðast.
Mynd/Navalny
Það hefði ekki verið amalegt að eyða sóttkvínni í þessu leikhúsi sem er að finna innan hallarinnar.
Mynd/Navalny
Eflaust væri huggulegt að baða sig í þessu kari.
Mynd/Navalny
Forsetinn hefur lengi verið þekktur fyrir hreysti og því liggur fyrir að sundlaug sé á svæðinu, bæði innan og utandyra.
Mynd/Navalny
Græn kirkja er einnig á lóðinni.
Mynd/Navalny