Jólin nálgast óð­fluga og í til­efni þess býður Hin­rik Örn Lárus­son mat­reiðslu­maður og lands­liðskokkur til há­tíðar­veislu á heimili sitt þar sem hann eldar og fram­reiðir jóla­matinn sem fjöl­skyldan ætlar að snæða á að­fanga­dags­kvöld. Sjöfn fær inn­sýn í elda­mennskuna hjá Hin­rik og hann kennir Sjöfn helstu trixin þegar mat­reiða á villi­bráð eins og hrein­dýr og önd og gefur góð ráð. Hin­rik byrjaði snemma að taka þátt í mat­reiðslunni fyrir jólin og yfir­tók eld­húsið mjög fljótt enda hefur hann ást­ríðu fyrir því að elda og fram­reiða kræsingar frá því að hann man eftir sér.

„Ég var ungur þegar ég byrjaði að hjálpa til og eigin­lega bara síðan ég man eftir mér hef ég verið fyrir í eld­húsinu. Ég hef verið svona um 17 ára þegar ég tók að mér jóla­matinn í fyrsta skipti, í minningunni var það alveg greini­legt að ég væri að taka hann í fyrsta skipti sjálfur,“ segir Hin­rik og veit fátt skemmti­legra en að mat­reiða jóla­matinn fyrir fjöl­skyldu sína.

Elva Hrund Ágústs­dóttir stílisti og blaða­maður og Hrafn­hildur Þor­leifs­dóttir blóma­skreytir og eig­andi Blóma­gallerís við Haga­mel dekka jóla­há­tíðar­borðið fyrir Hin­rik og konu hans Ólafar Eir Jóns­dóttur á heimili þeirra fyrir há­tíðar­veisluna. Elva og Hrafn­hildur eru báðar fagur­kerar fram í fingur­góma og hafa list­rænt auga þegar kemur að því að raða upp hlutum og formum og láta ó­líka lita­tóna flæða saman.

„Þau hjá Bakó Ís­berg voru svo vin­sam­leg að bjóða okkur að koma og velja matar­stell fyrir þáttinn og valdi ég þar hvíta dropa­laga diska og skálar til að brjótast að­eins út úr norminu. Á­samt litlum hliðar­skálum sem henta sér­lega vel undir salt fyrir hvern og einn matar­gest, eða jafn­vel undir litla gyllta konfekt­mola eins og við sjáum í þessu til­felli. Hrafn­hildur full­komnaði svo borðið með æðis­legum mosa­kúlum og þykk­blöðungum sem eru ó­trú­lega fal­legir á matar­borðið og mynda ævin­týra­lega stemningu – næstum eins og lítill skógur,“ segir Elva.

„Við á­kváðum síðan að leyfa kertum og blómum að flæða um allt borðið í stað þess að stilla því sér­stak­lega upp fyrir miðju eða á sitt­hvorn endann,“ segir Hrafn­hildur. Þær stöllur segja að það sé gaman að brjótast út úr fasta rammanum og prófa eitt­hvað nýtt – þá form, liti sem og aðrar skreytingar.

Ó­væntur gestur kemur síðan með eftir­réttina og toppar þetta glæsi­lega jóla­matar­boð þar sem matur og mun­úð eru í for­grunni.

Ris a la mande töfraður fram á auga­bragði

Sú hefð ríkir hjá mörgum að borða hrís­grjóna­graut á jólunum eða grautinn sem ber hið fal­lega heiti Ris a la mande. Hefðinni fylgir jafn­framt að fela möndlu í einni af skálum matar­gesta. Mikil eftir­vænting ríkir gjarnan meðan beðið er eftir því að mandlan birtist í skál ein­hvers matar­gestanna.

Í Bónus er hægt að fá grjóna­grautinn til­búinn með upp­skrift á pakkanum af þessum vin­sæla jóla­rétti. Sjöfn Þórðar ætlar að bjóða á­horf­endum í eld­húsið sitt og laga guð­dóm­lega ljúffengan Ris a la mande á auga­bragði úr grjóna­grautnum frá Bónus.

Hún sýnir að það er auð­velt að fara eftir þessari ein­földu upp­skrift sem fylgir á pakkanum og allir ráða við og hægt er að töfra fram Ris a la mande og bera fram á fal­legan máta.

Missið ekki af Sjöfn í eld­húsinu í kvöld í þættinum Matur og Heimili þegar hún full­komnar hin fræga og ljúffenga Ris a la mande á þægi­legan og ein­faldan máta.

Þátturinn er frum­sýndur klukkan 19.00 í kvöld og fyrsta endur­sýning er klukkan 21.00