Hjá Fasteignamarkaðnum er komið í sölu 255 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum á fallegum og grónum útsýnisstað við Hverafold í Reykjavík.

Eignin stendur á 749 fermetra fallegri lóð með veröndum með skjólveggjum og heitum potti. Sjónvarpsstofan vekur athygli en hún er um 30 fermetrar með barinnréttingu og föstum skápum.

Hver vill ekki blanda sér drykk bakvið þennan bar

Bílskúrinn, sem innangengt er í úr holi, er tvöfaldur og telur heila 46 fermetra að stærð með tveimur innkeyrsluhurðum. Húsið að utan er í góðu ástand og eru harðviðargluggar í húsinu.

Lóðin telur 749 fermetra að stærð og er mjög fallega gróin og hefur alla tíð verið mjög vel viðhaldið.

Nánar er hægt að skoða húsið hér

Stofan er glæsileg.
Útsýni er nánast yfir allan voginn.