180 fermetra glæsihýsi í Öræfum á Suðausturlandi leitar nú nýs eiganda.

Húsið er búið torfþaki, fjórum svefnherbergjum, þremur stofum og heitum potti ásamt því að vera skreytt steindum gluggum eftir listakonuna Nínu Tryggvadóttur. Ásett verð er 140 milljónir króna.

Húsið er búið þremur stofum.
Mynd/Lind fasteignasala

Húsið sem er byggt 2012 stendur á 1,9 hektara eignarlóð og er með glæsilegt útsýni. Að sögn fasteignasalans er þetta jú „með glæsilegri húsum sem undirritaður hefur skoðað.“

Er húsið sjálft 120 fermetrar en með því fylgir 28 fermetra sambyggt gestaherbergi, 32 fermetra stakstætt fullbúið sumarhús og geymsla.

Húsið er steypt í hólf og gólf, með flísum úr íslenskri gabbró flutt frá Breiðamerkursandi og búið sérsmíðuðum innréttingum úr þýskum hlyn. Veröndin er tæplega 100 fermetrar.

Eitt af rúmgóðum svefnherbergjum.
Mynd/Lind fasteignasala