Stórglæsilegt raðhús í Akrahverfinu í Garðabæ er nú til sölu. Sannkölluð hönnunarperla þar sem hönnuðir á borð við Charles Eames, Hay, og CH24 Wishbone stólar Hans J. Wegner njóta sín, svo fátt eitt sé nefnt.

Húsið er á tveimur hæðum og skráð 223 fermetrar að stærð. Á efri hæð hússins er björt og rúmgóð stofa í opnu rými með eldhúsi og borðstofu og 45 fermetra svalir sem eru ofan á bílskúrnum. Á neðri hæðinni eru tvö baðherbergi, þrjú svefnherbergi ásamt sjónvarpsstofu ásamt því að hafa sérafnotareit í bakgarðinum. Að því er kemur fram ávef fasteignavef Morgunblaðsins.

Sjón er sögu ríkari.

Fallegt eldhúsið og gerir steinninn á veggnum mikið fyrir heildarútlitið.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Smart ljós á veggnum.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Stóllinn Butterfly nýtur sín vel í stofunni.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hugguleg borðstofa.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Stílhreint baðherbergi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hjónaherbergið grátt hvítt, grátt og notalegt.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Barnaherbergið stílhreint í anda nútímans.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Forstofan og gangurinn
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is