Fast­eigna­salan Mikla­borg hefur fengið til sölu 125 milljón króna ein­býli í Mos­gerði, alveg við Breiða­gerðis­skóla.

Húsið telur 175,3 fer­metra auk sam­eignar en birt flatar­mál í­búðarinnar er 131,7 fer­metrar og ris­í­búð með sem telur um 43,6 fer­metra en mörgum súðar­fer­metrum.

Bíl­skúrinn er 42 fer­metrar með raf­magni og hita og göngu­hurð frá garði. Raf­lagnir og margt fleira í skúr var endur­nýjað árið 2013. Hægt er að flytja beint inn en einnig er hægt að taka til hendinni og gera húsið upp.

Baðið er sagt endur­nýjað í kringum 1986, eða fyrir 36 árum. Eld­húsið er lokað en með upp­runa­legri inn­réttingu og glugga til austurs. Annað bað­her­bergið er upp­runa­legt, með bað­keri en húsið er byggt 1957.

Húsið er hlaðið og var ál­klætt upp úr 1980. Í kringum árið 1990 var húsið drenað og gler og gluggar endur­nýjaðir. Inn­réttingar og gólf­efni eru að miklu leiti upp­runa­leg. Skemmti­leg eign á þessum vin­sæla stað sem bíður upp á marga mögu­leika.

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun