Fasteignasalan Miklaborg hefur fengið til sölu 125 milljón króna einbýli í Mosgerði, alveg við Breiðagerðisskóla.
Húsið telur 175,3 fermetra auk sameignar en birt flatarmál íbúðarinnar er 131,7 fermetrar og risíbúð með sem telur um 43,6 fermetra en mörgum súðarfermetrum.
Bílskúrinn er 42 fermetrar með rafmagni og hita og gönguhurð frá garði. Raflagnir og margt fleira í skúr var endurnýjað árið 2013. Hægt er að flytja beint inn en einnig er hægt að taka til hendinni og gera húsið upp.
Baðið er sagt endurnýjað í kringum 1986, eða fyrir 36 árum. Eldhúsið er lokað en með upprunalegri innréttingu og glugga til austurs. Annað baðherbergið er upprunalegt, með baðkeri en húsið er byggt 1957.
Húsið er hlaðið og var álklætt upp úr 1980. Í kringum árið 1990 var húsið drenað og gler og gluggar endurnýjaðir. Innréttingar og gólfefni eru að miklu leiti upprunaleg. Skemmtileg eign á þessum vinsæla stað sem bíður upp á marga möguleika.





