Til­nefningar til Razzi­e-verð­launanna voru opin­beraðar í vikunni og er ó­hætt að segja að þær hafi valdið tals­verðu fjaðra­foki eftir að tólf ára stúlka hlaut til­nefningu sem versta leik­konan.

Til­nefningar til Razzi­e-verð­launa eru opin­beraðar um svipað leyti og til­nefningar til Óskars­verð­launa. Í stað þess að verð­launa það besta eru viður­kenningar veittar fyrir það versta í Hollywood.

Hin tólf ára Ryan Kiera Armstrong, sem er að­eins 12 ára, hlaut til­nefningu sem versta leik­konan fyrir leik sinn í kvik­myndinni Firestar­ter. Var það harð­lega gagn­rýnt að for­svars­menn há­tíðarinnar skyldu veita barni til­nefningu en Armstrong var 11 ára þegar hún lék í myndinni.

For­svars­menn Razzi­e-verð­launanna hafa nú brugðist við þessu og dregið til­nefninguna til baka. John Wil­son, stofnandi há­tíðarinnar, segir að gagn­rýnin hafi verið rétt­mæt og héðan í frá verði ein­staklingar undir 18 ára ekki til­nefndir í neinum flokkum.

Í yfir­lýsingu sem hann sendi frá sér bað hann Armstrong af­sökunar á til­nefningunni. „Stundum gerir maður hluti án þess að hugsa,“ bætti hann við.

Meðal þeirra sem gagn­rýndu til­nefninguna var leikarinn ungi Juli­an Hillard úr Wanda­vision. Sagði hann að Razzi­e-verð­launin væru takt­laus og það væri fyrir neðan allar hellur að til­nefna barn sem versta leikarann. Juli­an er sjálfur 11 ára.

Í um­fjöllun Guar­dian er bent á að Armstrong sé ekki fyrsta barnið til að hljóta til­nefningu í 42 ára sögu há­tíðarinnar. Jake Lloyd hlaut til­nefningu fyrir leik sinn í myndinni Phantom Menace og þá var Macaulay Cul­kin til­nefndur sem versti leikarinn í þremur myndum árið 1995.