Við Guð­nýjar­braut í Reykja­nes­bæ er nú til sölu 270 fer­metra ein­býlis­hús með auka­í­búð. Húsið stendur á ein­stökum stað með út­sýni yfir Faxa­flóa.

Hægt er að kynna sér eignina nánar á fast­eigna­vef Frétta­blaðsins.

Húsið sem um ræðir stendur niður við sjó með Faxa­flóa bein­línis á bak­lóðinni. Birt stærð er 253,3 fer­metrar og þá er 16 fer­metra hobbý­her­bergi inn af bíl­skúr sem er ó­skráð.

Eins og með­fylgjandi myndir sýna eru stórir gluggar í stofu og eld­húsi sem gera út­sýnið ó­við­jafnan­legt. Þá er stúdíó­í­búð á neðri hæð hússins með sér­inn­gangi á hægri hlið hússins, en í­búðin sem um ræðir er í út­leigu.

Mikil loft­hæð er í húsinu, inni­hurðar eru 230 sentí­metrar á hæð og gegn­heilt parket er á öllu húsinu og flísar á vot­rýmum. Allar inn­réttingar og hurðar hafa verið filmaðar svartar. Þá er bíl­skúrinn sér­stak­lega rúm­góður en hann er tæpir 60 fer­metrar að frá­dregnu her­bergi. Á­sett verð er 99,5 milljónir króna.

Sjón er sögu ríkari en hér má skoða eignina betur.