YAY hefur á stuttum tíma umbylt gjafabréfamarkaðnum. YAY er framúrstefnuleg stafræn gjafabréfaverslun sem hefur sannað sig fyrir stjórnendum fyrirtækja sem vilja gleðja starfsmenn sína og viðskiptavini við hin ýmsu tilefni.

Það er flókið mál fyrir fyrirtæki að finna eina gjöf sem hentar stórum hóp. Gjafabréf eru sniðug lausn en hafa ekki verið laus við ókosti.

„Gjafabréfum alls staðar í heiminum fylgir sami vandinn. Þegar umslagið er opnað fer bréfið ofan í skúffu og dagar uppi,“ segir Ragnar Árnason, einn af stofnendum YAY. Með YAY lausninni geta einstaklingar og fyrirtæki keypt opin gjafabréf, valið sérstakt fyrirtæki eða flokk. „Með opnum gjafabréfum hafa þiggjendur val um gríðarlegt úrval fyrirtækja með fjölbreytta þjónustu, vörur, veitingar, afþreyingu, dekur og fleira,“ segir Ragnar. „Við finnum að fyrirtæki og einstaklingar hugsa æ meira um umhverfisþáttinn en pappír og plast er úr sögunni með YAY,“ segir Sigríður Inga Svarfdal, sölustjóri YAY.

YAY gjafabréf beint í símann

YAY er tveggja ára, byggir á íslensku hugviti, hönnun og forritun. „Hugmyndin kom upp fyrir tíu árum síðan. Nú er heimurinn tæknilega tilbúinn að nýta sér þessa þjónustu. Þar er ferðagjöfin gott dæmi en hún var einmitt keyrð með YAY lausninni. YAY er nýtt gjafakortasvæði í snjallsímum, á vefnum yay.is og í sér fyrirtækjaaðgangi og leysir aldagamlan jólagjafavanda fyrirtækja á einfaldan og hagkvæman hátt. YAY hefur ekki bara einfaldað jólagjafir fyrirtækja til starfsmanna heldur líka aukið ánægju starfsmanna og líkurnar á því að þiggjendur nýti gjafakortin,“ segir Ragnar.

Hundruð möguleika

Samstarfsfyrirtæki YAY eru fjölbreytt og hlaupa á hundruðum. „Í upphafi lögðum við áherslu á úrval afþreyingar, veitingahúsa og verslana sem höfða til flestra. Nú hafa fyrirtæki orðið samband við okkur að fyrra bragði. Í þessari viku bættum við við fimm nýjum fyrirtækjum sem höfðu sjálf samband við okkur. Fyrirtækin í YAY appinu eru staðsett um land allt. Við gerum svo reglulegar þjónustukannanir og spyrjum hvaða verslanir notendur vilja sjá í appinu,“ segir Sigríður.

Þegar notandi opnar YAY gjafabréf er það alltaf til staðar í YAY appinu í símanum. Það er auðvelt að nálgast gjafabréfið og aldrei þarf að muna eftir því þegar farið er úr húsi.

YAY gjafabréfin alltaf í símanum

YAY tryggir að gjafabréfið nýtist viðtakandanum. „Þegar notandi opnar YAY gjafabréf er það alltaf til staðar í YAY appinu í símanum. Það er auðvelt að nálgast gjafabréfið og aldrei þarf að muna eftir því þegar farið er úr húsi. Appið minnir eiganda gjafabréfsins á og tryggir að það úreltist ekki. Notandi sér hve mikla inneign hann á í rauntíma í formi gjafabréfa og gildistíma þeirra,“ segir Ragnar.

Enn fremur má gefa gjafabréf eða inneign áfram í appinu. „Það eina sem þarf er símanúmer viðtakanda. Þetta eykur enn fremur nýtingu gjafakortanna. YAY er tengt við greiðslukort notenda og því má kaupa gjafir og gjafabréf í appinu og senda á vini eða vandamenn.

Einnig má endurselja gjafabréf á endursölumarkaði YAY. „Ef einhver kaupir það af þér færðu í staðinn inneign í YAY appið og getur valið að nota hana í hvað sem þig lystir.“

Gjafakort fyrir alla

Samstarfsaðilar YAY eru meðal annars góðgerðarmálefni. „Góðgerðarmál eru fullkomin gjöf handa þeim sem á allt og vantar ekkert. Finna má mörg góð málefni í appinu eins og Kraft, Ljósið, Samferða, Geðhjálp, UN Women og marga fleiri,“ segir Ragnar.

Sigríður bætir við að það sé stórskemmtilegt að fá gjöf í YAY appinu. „Þú velur litinn á pakkanum og hvernig hann opnast. Með hverri gjöf má senda persónulega kveðju, skrifaða eða í myndbandi. Fyrirtæki hafa nýtt sér þetta og sent starfsmönnum myndbandskveðjur frá stjórnendum með jólagjöfunum,“ segir hún.

Það eru jafnvel dæmi um að fyrirtæki nýti YAY appið á mjög skapandi hátt og sendi starfsfólkið í spennandi óvissuferðir. „Frá því við fórum í loftið höfum við innleyst um hálfa milljón gjafabréfa í kerfum YAY,“ segir Ragnar.

Gjafabréfaþjónusta fyrirtækja

Nú geta öll fyrirtæki selt og sent eigin stafræn gjafabréf beint í símann. „Síðastliðin tvö ár höfum við rutt veginn fyrir stafræn gjafabréf á íslenskan markað. Nú viljum við miðla okkar reynslu og bjóða lausnina til fyrirtækja sem selja og senda sín eigin stafrænu gjafabréf milliliðalaust beint í síma viðskiptavina á nokkrum sekúndum. Með YAY veita fyrirtæki skemmtilegri, skilvirkari, umhverfisvænni og hagkvæmari þjónustu. Við finnum fyrir mikilli eftirvæntingu og það er gaman að styðja og leiða fyrirtækin inn í nýja stafræna heiminn,“ segir Ragnar að lokum.

Nánari upplýsingar um YAY er að finna á vefsíðunni yay.is.