WOUND sáraúðinn inniheldur bæði jóhannesarjurtarolíu og dísartrjáaolíu (e. Neem oil), en báðar þessar olíur eru þekktar fyrir græðandi eiginleika og innihalda fjölómettaðar fitusýrur. Úðinn er hentugur til að meðhöndla núningssár, hruflsár, væg brunasár, sár eftir blöðrur, bleyjusvæði, sár eftir inngróna nögl, litla skurði og skrámur.

Úðinn er 100% náttúrulegur og án rotvarnarefna. Hann hefur örverueyðandi eiginleika og samverkandi áhrif olíanna flýtir fyrir sáragræðslunni.

Sáraúðinn er CE-merkt lækningavara og er nú þegar fáanlegur í apótekum.

Wound sáraúðinn er einfaldur og þægilegur í notkun:

Hreinsið sárið vel með hreinu vatni og hristið brúsann vel. Úðið úr fimm til tíu sentimetra fjarlægð á húð og umhverfis sárið. Hyljið með sáraumbúðum sem henta hverju sinni.