Jónas Halldórsson, framkvæmdastjóri JT Verk, segir að fyrirtækið byggi á langri reynslu úr framkvæmdageiranum, þar sem meðal annars gerð og eftirfylgni kostnaðaráætlana sé veigamikill þáttur. „Með áætlun sem byggð er á þekkingu og reynslu minnka líkurnar á óvæntum uppákomum í ferlinu,“ segir hann og bætir við að gerð kostnaðaráætlana sé vandasamt verk. Forsendur og upplýsingar eru grundvöllur allra áætlana, breytingar geti komið upp hvenær sem er í ferlinu, allt frá því að ákveðið er fara í framkvæmdina á hönnunarstigi og á framkvæmdastiginu. Lykilatriðið er að reyna að vita í gegnum allt ferlið hver áætlaður raunkostnaður verkefnis verði í lokin.

„Margir þættir geta spilað inn í kostnaðarætlun. Vega þarf ýmsar breytingar hverju sinni sem geta komið upp. Þá skiptir máli hvaða forsendum vinna skal eftir. Reynsla og þekking skiptir sköpun, því fer fjarri að þetta sé einfalt mál,“ segir hann. „Vönduð vinna í áætlunargerð eykur líkur á að hún standist. Á öllum stigum, allt frá ákvörðun um verkefni og þar til því er lokið fylgjum við því eftir og gerum stöðugt uppfærslur á áætlunum. Til eru þekktar aðferðir verkefnastjórnunar sem eigendur verkefna ættu að nýta sér svo útkoman verði í samræmi við væntingar,“ útskýrir Jónas og bendir á að ábyrgð á kostnaðaráætlunum hafi verið þrengd nýlega. „Sérfróðir ráðgjafar virðast njóta minni verndar gagnvart gerð kostnaðaráætlana sem gæti haft þau áhrif að þeir beri sig undan því að gera áætlanir nema með ýmsum fyrirvörum,“ bætir hann við.

Hjá JT Verk starfar öflugur hópur fólks sem hefur sérhæft sig í utanumhaldi og verkefnastýringu framkvæmda frá upphafi til enda. „Ánægjan af því að standa í framkvæmdum er mikilvæg og þar skipta raunhæfar væntingar og réttar áætlanir lykilmáli. Þetta getur verið flókið en gott og stöðugt utanumhald verkefna eykur líkurnar á því umtalsvert. Upplifunin af framkvæmdum verður ánægjulegri þegar væntingarnar standast,“ segir Jónas.

JT Verk var stofnað árið 2017 með það að markmiði að vera virkur þátttakandi í framkvæmdageiranum á Íslandi. Nánari upplýsingar á heimasíðunni jtverk.is eða í síma 519 3220.