Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Lyfta.is, segir að fyrirtækið bjóði upp á mjög fjölbreytt úrval vinnulyfta af öllum stærðum og gerðum. „Ég get nefnt skæralyftur, bómulyftur og spjótlyftur sem bæði eru til notkunar innan- og utandyra. Vinnulyftur hafa verið okkar aðalsmerki frá upphafi, eins og nafn okkar gefur til kynna. Í sumar bætast smágröfur í vöruúrval okkar og völdum við að bjóða upp á gæðatæki frá Yanmar til útleigu. Meðal annarra nýjunga má nefna að við bjóðum nú upp á ýmis smærri tæki eins og jarðvegsþjöppur, háþrýstidælur, rafstöðvar og steinsagir svo eitthvað sé nefnt,“ segir hann.

Þorsteinn segir að viðskiptavinir Lyftu séu fyrirtæki úr öllum greinum atvinnulífsins, auk sveitarfélaga, húsfélaga og einstaklinga. „Við erum fyrst og fremst að leigja vinnulyftur og önnur atvinnutæki. Það má nefna að við erum stolt að vera umboðs- og söluaðili fyrir Snorkel sem er stór framleiðandi vinnulyfta og annarra atvinnutækja á heimsvísu. Snorkel hefur framleitt vinnulyftur og önnur atvinnutæki í meira en 60 ár og eru því orðnir mjög vel þekktir á þessum markaði.

Hjá Lyfta.is í Reykjanesbæ er mikið úrval af alls kyns lyfturum sem henta til smærri eða stærri verka. Á næstunni mun fjölga mikið í þeirri fjölbreytni vinnutækja sem Lyfta.is býður til leigu.

Snorkel kynnti á síðasta ári til leiks nýja línu af skotbómulyfturum og við erum nú þegar komin með nýjan Snorkel SR626 í leiguna. Þessi sami lyftari fæst nú 100% rafknúinn sem er nýjung í þeirri gerð tækja og um leið umhverfisvænn kostur sem margir kjósa.

Á næstunni mun fjölga mikið í þeirri fjölbreytni vinnutækja sem Lyfta.is býður til leigu.

Lyfta.is er einnig umboðs- og söluaðili fyrir Smartlift sem margir þekkja. Þeir framleiða tæki sem auðveldar alla vinnu við glugga og glerísetningar. Við bjóðum Smartlift tæki bæði til sölu og leigu. Við leggjum áherslu á að þjóna viðskiptavinum okkar vel og ákváðum því að breikka vöruúrvalið. Að leigja tæki til ákveðinna verka er klárlega góður kostur, það fylgir því ákveðið frelsi að geta skilað tæki að verki loknu auk þess sem það hefur í för með sér minni fjárbindingu og lægri viðhaldskostnað fyrir viðskiptavininn,“ segir Þorsteinn enn fremur.

Hann segist vera mjög bjartsýnn á sumarið enda sé aðalframkvæmdatíminn að fara í hönd, bæði hvað varðar byggingaframkvæmdir og viðhaldsverkefni ýmiss konar.

Nánar má kynna sér vöruúrvalið á heimasíðunni lyfta.is eða hafa samband í síma 421 4037 eða í gegnum netfangið lyfta@lyfta.is