Við vinnum fyrir allar tegundir af fyrirtækjum en oftast fyrir viðskiptavini sem vilja láta hugsa um sig,“ segir Silja Ósvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Fastlands.

„Bókhaldið er hjartað í fyrirtækjunum. Ef það er ekki í lagi þá gengur ekkert upp. Upplýsingar verða að vera réttar og vera ávallt tiltækar. Það er svo mikið um að frábær fyrirtæki ganga ekki upp vegna þess að það er ekki haldið nógu vel utan um upplýsingarnar og fjármálin. Þar komum við inn. Við höldum utan um þetta allt fyrir viðskiptavini okkar. Það er misjafnt hversu mikla þjónustu viðskiptavinir okkar vilja. Allt frá því að sjá eingöngu um launabókhald og ársreikninga upp í að sjá um fjármálastjórnun, gjaldkeravinnu, launabókhald, fjárhagsbókhald, skattskil og ársreikninga. Stundum er allri fjármáladeildinni úthýst til okkar. Sérstaklega virkar það vel í minni fyrirtækjum þar sem ekki er hægt að hafa teymi í vinnu. Betra er að verkefni skiptist niður á nokkra sérfræðinga hjá okkur svo sameiginlega verður til sterkt teymi sérfræðinga sem vinnur samt bara lítinn hluta úr degi í verkefninu. Við það nýtist úthýsingin best og viðskiptavinurinn fær þjónustu og umhyggju. Það er nefnilega okkar vinna að sjá til þess að fólk í rekstri geti nýtt sína hæfileika sem best og án þess að hafa áhyggjur af því að þurfa að ráðast svo í bókhalds- og fjármálavinnu á kvöldin.“

Hjá Fastlandi vinna nú 13 sérfræðingar hver á sínu sviði og nýlega bættist við endurskoðandi í hópinn, en Sturla Jónsson, löggiltur endurskoðandi, er kominn inn til samstarfs og veitir nú Fastland því fulla endurskoðun til þeirra sem hana þurfa.

Hópur sérfræðinga hjá Fastlandi. MYND/AÐSEND

„Það sem okkur hefur fundist skipta mestu máli er að tala mannamál við okkar viðskiptavini og leysa hratt og örugglega úr málum þeirra. Það hefur enginn áhuga á að hlusta á sérfræðinga tala í frösum sem enginn skilur eða hefur áhuga á. Einnig að það séu alltaf sömu einstaklingarnir sem viðskiptavinir okkar eru í samskiptum við, þá sem vinna verkin. Þannig vinnst þetta best og fólk finnur að það getur treyst því að allt verði í lagi. Það getur orðið mjög dýrt ef mistök eru gerð í okkar bransa, því er nauðsynlegt að vanda sig og sinna öllum verkefnum af alúð.“

Viðskiptavinir Fastlands nýta sér mismunandi leiðir í samstarfinu. „Í mörgum tilfellum sjáum við eingöngu um launamálin. Það er algengt að fyrirtæki vilji sérstaklega úthýsa því, ekki síst fyrirtæki sem hafa tekið jafnlaunavottun og vilja aðstoð við að halda þeim vottunum úti og staðla vinnubrögð.“

Hægt er að fá frekari upplýsingar um Fastland á fastland.is